Íslensk tónlist áberandi á Nordic Music Days 2024 í Glasgow
Nordic Music Days, ein elsta hátíð samtímatónlistar í heimi, mun fara fram í Glasgow dagana 30. október - 3. nóvember 2024. Fjölbreytt dagskrá hátíðarinnar leggur áherslu á samstarf milli Skotlands og Norðurlandanna og verða nokkur af þekktustu tónskáldum Íslands viðstödd til að kynna ný verk sem kanna þemu náttúru, hljóðs og samtímatónlistar:
- Anna Thorvaldsdottir – Reflections at Qullaq (30. október, The Old Fruitmarket)
- Áki Ásgeirsson – Clarinet Yoga (30. október, CCA Theatre)
- Ása Önnu Ólafsdóttir – New Work (30. október, CCA Theatre)
- Bára Gísladóttir – Laufgar (2. nóvember, CCA Theatre)
- Bergrún Snæbjörnsdóttir – Aleolae Undant (1. og 2. nóvember, CCA Cinema)
- Hildur Guðnadóttir – The Fact of the Matter with An Extraordinary Voyage! (31. október, Glasgow City Halls)
- Hildur Elísabet Jónsdóttir – Tacet: Extrinsic (2. nóvember, Glasgow Royal Concert Hall)
- Ríkharður H. Friðriksson – Gott (1. nóvember, CCA Theatre)
- Þorkell Nordal – Dwellings (30. október, CCA Theatre)
Íslenskur tónlistariðnaður mun einnig vera áberandi á ráðstefnu- og tenglsamyndunar dagskrá hátíðarinnar. Þar verða viðstödd Þráinn Hjálmarsson frá Myrkum músíkdögum og Hljóðön, Tryggvi Baldvinsson, listrænn ráðgjafi hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, Páll Ragnar Pálsson og Gunnhildur Einarsdóttir frá Tónskáldafélagi Íslands, sem er einnig framkvæmdastjóri Myrkra músíkdaga, og Signý Leifsdóttir og Finnur Karlsson frá Tónlistarmiðstöð.
Hátíðin var stofnuð árið 1888 af Norræna tónskáldaráðinu (NKR) og er nú haldin utan Norðurlandanna í þriðja skiptið á 136 ára sögu hátíðarinnar, í þetta sinn í UNESCO tónlistarborginni Glasgow.
Á hátíðinni má sjá verk og flytjendur frá Grænlandi, Íslandi, Færeyjum, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Skotlandi. Þar verða tónleikar, innsetningar, málþing og þátttökutengdir viðburðir víða um borgina.
Helstu viðburðir:
- Nordic Viola: Arctic Edgelands (2. nóvember): Tónskáldið Bára Gísladóttir skoðar tengsl milli Hjaltlands og Grænlands við 60°N.
- Festival Club: Tónskáldið Bergrún Snæbjörnsdóttir kynnir verkið Aleolae Undant bæði 1. og 2. nóvember.
- Dark to Light (2. nóvember): Verk Hildar Elísabetar Jónsdóttur, Tacet: Extrinsic, flutt með Royal Scottish National Orchestra.
- An Extraordinary Voyage! (31. október): Verk Hildar Guðnadóttur, The Fact of the Matter, flutt með BBC Scottish Symphony Orchestra.
Hátíðin er samstarf milli Norræna tónskáldaráðsins og Royal Scottish National Orchestra í Skotlandi. Áherslan er lögð á að skoða hlutverk tónlistar í aðlögun að loftslagsbreytingum, millilandasamstarfi og sjálfbærni í menningargeiranum.
Fylgstu með á Facebook og Instagram síðum hátíðarinnar. Frekari upplýsingar og miðasala er á heimasíðu hátíðarinnar.
Heimasíða | Facebook | Instagram
OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR MIÐASÖLU
Mynd eftir Antje Taiga Jandrig & Rune Kongsro