Mánudaginn 13. Október klukkan 17.30 stendur Tónlistarmiðstöð fyrir kynningu þar sem Grant Dunderman kynnir meistararitgerð sína, „Iceland is LOUD: Antecedents of international success for Icelandic metal bands“.
Rannsóknin greinir þá þætti sem stuðla að alþjóðlegum árangri íslenskra metalhljómsveita, skoðar tengslanet senunnar og fjallar um verkefnastjórnun tónlistarfólks, umsjónarfólks þeirra og skipuleggjenda. Rannsóknin byggir á viðtölum við lykilaðila í íslensku metalsenunni og varpar ljósi á hvernig bransinn virkar og hvernig íslenska senan getur nýtt sér hann.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir allt áhugafólk um metal, harðkjarna, pönk og aðra öfgatónlist til að fræðast betur um geirann hér heima og hvar tækifærin liggja.
Grant Dunderman er frá Illinois í Bandaríkjunum og starfaði um árabil í pönk- og neðanjarðarsenunni í Chicago áður en hann flutti til Reykjavíkur. Hann hefur einnig unnið við markaðssetningu og hönnun í Chicago, meðal annars hjá Feeding America, stærstu góðgerðarsamtökum landsins á sviði mataraðstoðar.
Kynningin fer fram á ensku
Við hlökkum til að sjá ykkur!