Iceland Airwaves 2025: 11 íslensk atriði tilkynnt - Retro Stefson, Herra Hnetusmjör, alaska1867...
.png)
Iceland Airwaves, sem fer fram dagana 6.-8. Nóvember, tilkynnti í dag 29 listmenn, þar af 11 íslensk atriði sem koma fram á hátíðinni í haust.
Efst á blaði er endurkoma hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Retro Stefson sem snýr aftur á svið eftir langt hlé sem var fyrst rofið í vetur þegar að hljómsveitin hélt stórtónleika í Valsheimilinu.
Iceland Airwaves leggur áfram áherslu á íslenska grasrót og bókar því allt það nýjasta og ferskasta sem hún hefur uppá að bjóða hverju sinni. Drungaþungapaunksnýliðarnir í Geðbrigði, furðupopparinn Drengurinn Fengurinn og með-skít-undir-nöglunum rokkararnir í Spacestation bera þess skýrt vitni.
Íslenska hip-hop senan fær sinn sess og hafa alþýðurapprisinnn Herra Hnetusmjör og hin ómótstæðilega opinskáa alaska1867 bæst í hópinn.
Hinir neó-fúnkskotnu Ari Árelíus og Creature of Habit bera gáfumannapoppkyndilinn á meðan að listakonurnar Iðunn Einars og Inki gera slíkt hið sama fyrir geimþráarpoppið. Síðust en alls ekki síst er svo þungavigtar tón- og söngvaskáldið JFDR.
Einnig mun Mugison, einn ástsælasti tónlistarmaður Íslands, koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu á hliðardagskrá hátíðarinnar. Hægt er að kaupa miða á þá tónleika eina og sér en handhafar hátíðarpassa fá afslátt.
Meðal erlendra listamanna sem einnig bætast við í dag eru Tunde Adebimpe (TV on the Radio), breski rapparinn Jeshi, kanadíska listaspíran Saya Gray og orkuboltarnir Joey Valance & Brae.
Íslenskt listafólk:
alaska1867 | Ari Árelíus | Daniil | Creature Of Habit | Drengurinn fengurinn | Elín Hall | Emma | Floni | Geðbrigði | Herra Hnetusmjör | Iðunn Einars | Inki | Izleifur | Jelena Ciric | JFDR | Kári Egils | KUSK + Óviti | lúpína | Magnús Jóhann | Milkywhale | Retro Stefson | Saint Pete | Snorri Helgason | Spacestation | Sunna Margrét | superserious | Tófa | Valdimar | gugusar | Hasar
Alþjóðlegt listafólk:
BALTHVS (CO) | Babymorocco (UK) | Antony Szmierek (UK) | bricknasty (IE) | Colt (FR) | Drinking Boys and Girls Choir (KR) | DEADLETTER (UK) | ENJI (MN) | FABRÄK (DK) | Fat Dog (UK) | Getdown Services (UK) | I Am Roze (US) | ian (US) | jasmine.4.t (UK) | Jeshi (UK) | Joey Valence & Brae (US) | Katie Gregson-MacLeod (UK) | Kenya Grace (UK) | Lilyisthatyou (CA) | Maya Delilah (UK) | Mermaid Chunky (UK) | Night Tapes (UK) | nabeel - نبيل (IQ) | Panic Shack (UK) | Punchbag (UK) | ratbag (NZ) | Saya Gray (CA) | So Good (UK) | Superkoloritas (LT) | Tunde Adebimpe (US) | The Orchestra (For Now) (UK) | The Scratch (IE) | WU LYF (UK) | Vtoroi Ka (KG)