Geðbrigði sigurvegarar Músíktilrauna 2025

Tíu atriði komu fram á úrslitakvöldi Músíktilrauna, sunnudaginn 6. apríl, og að lokinni keppni stóð sveitin Geðbrigði uppi sem sigurvegari. Sveitin leikur, að eigin sögn, drungaþungapaunkrokk og eru meðlimir hennar Þórhildur Helga Pálsdóttir, Ásthildur Emma Ingileifardóttir, Agnes Ósk Ægisdóttir og Hraun Sigurgeirs.
Næst stíga Geðbrigði á svið á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskahelgina, en sigurvegurum Músíktilrauna er ávallt boðið að koma fram á hátíðinni.
Öllum úrslitatriðunum býðst jafnframt að taka þátt í Hitakassanum – hagnýtu og valdeflandi námskeiði sem ætlað er ungu tónlistarfólki sem stefnir á frekari þátttöku í íslenska tónlistarlífinu.
Námskeiðið, sem er haldið af Tónlistarborginni Reykjavík, Hinu Húsinu og Tónlistarmiðstöð, veitir þátttakendum innsýn í helstu þætti tónlistariðnaðarins – allt frá markaðssetningu og kynningum til fjárhagsáætlana, tæknimála og tengslamyndunar.
Námskeiðinu lýkur með tónleikum þar sem þátttakendur koma fram fyrir framan hóp fagfólks úr íslenska tónlistariðnaðinum.
Músíktilraunir voru fyrst haldnar árið 1982 og hafa allar götur síðan eru ómetanlegur stökkpallur fyrir ungt tónlistarfólk á Íslandi. Þar hefur gríðarlegt magn tónlistarfólks tekið sín fyrstu skref og má þar til að mynda nefna Kolrössu Krókríðandi, Botnleðju, Maus, Mínus, Jakobínarínu, Agent Fresco, Mammút, Of Monsters and Men og Vök.
Verðlaunahafar Músíktilrauna 2025
Verðlaunasæti
- 1. sæti: Geðbrigði
- 2. sæti: j. bear & the cubs
3. sæti: Big Band Eyþórs - Hljómsveit fólksins (símakosning): Rown
Einstaklingsverðlaun
- Söngvari: Þórhildur Helga Pálsdóttir (Geðbrigði)
- Gítarleikari: Ísleifur Jónsson (Sót)
- Bassaleikari: Aliza Kato (Nógu gott og Kyrsa)
- Hljómborðsleikari: Eyþór Alexander Hallsson (Big Band Eyþórs)
- Trommuleikari: Þorsteinn Jónsson (Big Band Eyþórs)
- Rafheili: Lucas Joshua Snædal Garrison (LucasJoshua)
- Textaverðlaun: Geðbrigði
- Höfundaverðlaun FTT: j. bear & the cubs