.png)
Tilraunatónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram dagana 3-7 september en þetta er 16. árið sem hátíðin er haldin. Líkt og fyrri ár er von á ótrúlegasta listafólki sem spannar allt frá dúrdrungopoppi (e, hypnagogic pop) til tilraunkenndrar umhverfistónlistar (e. ambient) og óhljóðalistar (e. noise)
Meðal listafólks sem kemur fram má meðal annars nefna nefna lo-fi brautryðjandann John Maus og kaskadíska myrkralistamanninn Loscil, rafpopp hljómsveitina Xiupill, hljóðlistakonuna Þórunni Björnsdóttur, þeremíngúrúinn Heklu, tilraunatvíeykið R-O-R - sem samanstendur af listafólkinu Gyðu Valtýsdóttur og Úlfi Hanssyni - og svo mætti lengi telja.
Hátíðin verður sett í Bíó Paradís þar sem minning Árna Grétars Jóhannessonar (Futuregrapher) verður heiðruð.
.png)
