
Nú þegar uppskeruhátíðin Iceland Airwaves er yfirstaðin og flest kurl komin til grafar er gott að líta um öxl og rifja upp það sem fór fram.
Tónlistarmiðstöð kom að skipulagningu og framkvæmd hátt í 20 viðburða í gegnum Bransaveisluna og IA ráðstefnuna og voru hápunktarnir endalausir. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, opnaði ráðstefnuna á eldræðu sem mun seint gleymast og Lilja Birgisdóttir, listrænn stjórnandi Fischer, lokaði fyrsta degi ráðstefnunnar á því að leiða ráðstefnugesti í dáleiðandi ilmupplifun. Teymi tónlistarráðgjafa hélt vinnustofu fyrir íslenskt tónlistarfólk hjá INNI, tengslamyndunarfundirnir voru troðfullir og ævintýralega skemmtilegir, Prikið hýsti hlýjan og fallegan viðburð sem einblíndi á hlutverk kaffihúsa sem menningarmiðstöðva, KÍTÓN fjallaði um jafnrétti kynjanna í tónlist á Íslandi, Feedback verkefnið var eldskírn fyrir unga og upprennandi tónlistarpenna og svo mætti lengi telja.
Tilgangur þessarar gríðarlegu dagskrár er að sinna tónlistarsamfélaginu okkar á sem bestan hátt með því að bjóða upp á fræðslu, tengslamyndurn, vinnustofur og auðvitað afþreyingu. Við gætum við ekki verið ánægðari með mótttökurnar sem allir þessir viðburðir fengu. Við tókum við hundruðum gesta, áttum endalaus samtöl og komum tvíefld, innblásin og uppfull hugmyndum undan hátíðinni.




































































%20(2).jpg)