Tónlistarhátíðin State of the Art setur listafólk í nýjar aðstæður

2
.  
October
 
2024

State of the Art er ný tónlistarhátíð sem fer fram í fyrsta sinn víðsvegar um Reykjavík dagana 8.-13. október. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt, óhefðbundin og jafnvel ívið prakkaraleg. Hún setur sígilda tónlist í nýtt samhengi, blandar saman listamönnum úr mismunandi stefnum og setur listafólk sem aldrei hefur unnið saman áður í nýjar aðstæður.
Tónlistarundrin Magnús Jóhann Ragnarsson, Bjarna Frímann Bjarnason og Bergur Þórisson eru meðal skipuleggjenda hátíðarinnar og lofa þeir einstökum og oft stórfurðulegum tónlistarupplifunum.

Meðal helstu viðburða má nefna tónleika Bjarna Frímanns á bifvélaverkstæði, Barokktónleika á næturklúbbnum Auto og óvissuferð í boði ADHD og Bríetar sem fer fram í Norðurljósasal Hörpu þriðjudaginn 8. október. 

Miðar og frekari upplýsingar

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar