Ásgeir tekur yfir Love Letter lagalistann!

14 November 2025

Það þarf vart að kynna stórlistamanninn Ásgeir fyrir Íslendingum en hann söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar með plötunni Dýrð í dauðaþögn fyrir um 13 árum síðan. Ásgeir stefnir nú á útgáfu nýrrar plötu Julia og mun næsti stökull plötunnar Sugar Clouds koma út í næstu viku.

Ásgeir er nú á leiðinni til Mexíkóborgar þar sem hann mun koma fram á þrennum tónleikum á goðsagnakennda tónleikastaðnum Indie Foro Rocks! ásamt listafólkinu Moyka og Elinborg. Tónleikarnir eru hluti af Mexico Calling - nýju samstarfsverkefni Music Norway, Faroe Music Export og Tónlistarmiðstöðvar, með stuðningi frá Norræna menningarsjóðnum og LiveMX.

Tónleikarnir fara fram dagana 17., 19, og 22. nóvember og markar þeir hápunktinn í fjölþættu langtímaverkefni sem miðar að því að tengja listafólkið við einn af líflegustu og örast vaxandi tónlistarmörkuðum heims.

Lagalisti Ásgeirs er eyðimerkurrúntur fyrir túndrubúa. Lækkandi sól, fersk nagladekk og svifrik.

Eigiði yndislega helgi! 

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar