Ása og Ásta taka yfir Love Letter lagalistann

16
.  
April
 
2025

Harmonikkuvirtúósinn Ásta og vísnasöngkonan Ása eru nýkomnar frá Nordic Folk Alliance í Uppsala í Svíþjóð þar sem þær fóru fyrir hönd Tónlistarmiðstöðvar og kynntu norræna þjóðlagasamfélaginu fyrir íslenskri tangótónlist frá fyrri hluta síðustu aldar. 

Að því tilefni báðum við þær um að taka yfir Love Letter lagalistann okkar og satt að segja gætum við ekki hugsað okkur þægilegri ferðafélaga inn í páskahátíðina sem er handan við hornið. Hér fléttast saman ástsælustu lög síðustu aldar við nokkrar nútímaperlur og er andinn eins kósí og hann gerist. Lagalistinn er kjörinn fyrir frídaga þar sem morguninn verður að kvöldi án þess að inniskórnir fari af manni, þar sem góð bók verður af tveimur og kaffibollinn fær að víkja fyrir heitu kakói.

Gleðilega páska! 

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar