
Indí-fólkprinsarnir í Árstíðum voru að hefja gríðarlegt tónleikaferðalag um Evrópu til að fylgja eftir útgáfunni á plötu þeirra Vetrarsól sem kom út fyrr á árinu. Í tilefni þess settu þeir saman Love Letter lagalista fyrir okkur sem heiðrar samferðafólk þeirra í gegnum árin.
Árstíðir vöktu alþjóðlega athygli árið 2013 fyrir flutning sinn á „Heyr, himna smiður“ á lestarpalli í Þýskalandi. Síðan þá hafa meðlimir hljómsveitarinnar unnið reglulega með a cappella-lög og fléttað þeim inn í tónleika sína og að lokum ákvað hljómsveitin að taka upp nokkur af verkunum sem þeir hafa sungið í gegnum árin og er útkoman platan Vetrarsól. Þess má til gamans geta að flest verkanna sem þeir flytja á plötunni eru aðgengileg í Nótnaveitu Tónlistarmiðstöðvar og tókum við þau saman hér.
.png)
