
Tónskáldin Viktor Orri Árnason and Álfheiður Erla Guðmundsdóttir hafa hlotið tilnefningu til Norrænu kvikmyndatónlistaverðlaunanna HARPA 2026 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Poems: A Journey Through Icelandic Poetry.
Myndin, sem kom út í lok árs í fyrra, fylgir tónskáldunum á ferðalagi um landið og fjallar um ljóðlistina sem veitti innblásturinn fyrir plötu tvíeykisins Poems sem kom út á Deutsche Grammophon árið 2023.
Norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunin HARPA, sem veitt eru af Nordic Film Music Days, beina sjónum sínum að framúrskarandi tónskáldum frá norðurlöndum en valnefndir frá Íslandi, Noregi, Damörku, Finnlandi og Svíþjóð tilnefna á ári hverju eitt tónskáld til verðlaunanna.
Íslensk kvikmyndatónlist hefur verið sigursæl á þessum vettvangi en fyrir tveimur árum vann Eðvarð Egilsson HARPA verðlaunin fyrir tónlist sína í heimildamyndinni Smoke Sauna Sisterhood. Aðrir íslenskir handhafar verðlaunanna eru Davíð Þór Jónsson og Benedikt Erlingsson (2019, Kona fer í stríð), Daníel Bjarnason (2018, Undir trénu), Atli Örvarsson (2016, Hrútar) og Jóhann Jóhannsson sem hlaut heiðursverðlaun árið 2016.
Nordic Music Days hátíðin er haldin samhliða Berlinale kvikmyndahátíðinni og fer verðlaunaafhendingin fram þann 14. febrúar 2026 á Nordische Botschaften í Berlín.
Danmörk: Jonas Colstrup fyrir Quislings siste dager (leikstj. Erik Poppe)
Finnland: Panu Aaltio fyrir Little Siberia (leikstj. Dome Karukoski)
Noregur: Anna Berg fyrir Drømmer [Dreams] (leikstj. Dag Johan Haugerud)
Svíþjóð: Rebekka Karijord fyrir Rörelser [Raptures] (leikstj. Jon Blahed)
.png)

