Fimmtudaginn 11 september voru Top 20 under 30 - Nordic Music Biz verðlaunin veitt við hátíðlega athöfn á By:larm tónlistarhátíðinni í Noregi. Þar tók ungt fagfólk í tónlistariðnaðinum á Norðurlöndum við viðurkenningum fyrir framúrskarandi störf og voru slendingarnir Snorri Ástráðsson og Agnes Hlynsdóttir meðal verðlaunahafa.
Music Norway bauð öllum verðlaunahöfunum í hádegismat á veitingastaðnum Nedre Foss Gard í tilefni viðurkenningarinnar. Þar hélt utanríkisráðherra Noregs erindi og gafst verðlaunahöfum síðan tækifæri til að kynnast kollegum sínum frá hinum Norðurlöndunum.
Frekari upplýsingar um verðlaunin, fyrri verðlaunahafa og dómnefnd má finna hér >>