Skrifstofa Tónlistarmiðstöðvar verður lokuð frá og með 17. júlí til og með 5. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst kl 9:00.
Fyrsti þáttur nýrrar seríu Bransakjaftæðis er kominn út á allar helstu streymisveitur! Sigtryggur Baldursson spjallar við Rubin Pollock gítarleikara Kaleo um tónlistarferil hans, allt frá fyrstu skrefum í úthverfum Reykjavíkur til risatúra í Bandaríkjunum. Bransakjaftæði eru hlaðvarpsþættir sem fjalla um tónlistarbransann og alla hans króka og kima.