Tækifæri framundan: The Great Escape, Lagasmíðabúðir, styrkir og fleira!

19 February 2025

Þessa dagana eru töluvert af hátíðum, verðlaunum og sjóðum að taka við umsóknum. Hvort sem þú vilt koma fram, fá stuðning við tónlistarverkefni eða tengjast fagfólki í tónlistariðnaðinum, þá er vert að hafa þessa fresti í huga.

Styrkir og tækifæri á Íslandi

Tíbrá í Salnum - Með Tíbrá leitast Salurinn við að bjóða upp á lifandi tónlistarflutning þar sem hefðbundnum klassískum tónleikum er teflt saman við tilraunir, nýja nálgun og jafnvel ögrun við tónleikaformið.
Umsóknarfrestur: 16. Febrúar

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn styrkir tvíhliða samstarfsverkefni á sviði menningar, menntunar og rannsókna milli Íslands og Svíþjóðar. Umsóknarfrestur: 28. febrúar

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>

List fyrir alla - Landsátak sem miðlar gæða listviðburðum til barna um allt land og tryggir aðgengi óháð búsetu eða efnahag. Umsóknarfrestur: 16. Mars

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>

Faghátíðir

The Great Escape - Nú fer hver að verða síðastur til að sækja um að koma fram á goðsagnakennda tónlistarhátíðin TGE sem fer fram í Brighton í maí. Umsóknarfrestur: 14. febrúar

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>

SXSW Sydney - Þriðja árið í röð verður SXSW Sydney haldin dagana 13.–19. október 2025, þar sem tónlist, sköpun og nýsköpun mætast á ýmsum stöðum í Darling Harbour, Chippendale og Broadway. Umsóknarfrestur: 6. Apríl

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>

Önnur tækifæri

Keychange Inspiration Award - Alþjóðleg verðlaun sem veitt eru einstaklingum sem hafa haft jákvæð og þýðingarmikil áhrif í tónlistarheiminum. Opið fyrir tilnefningar til 18. febrúar. 

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>

Nordic Music Community Songwriting Camp - Lagasmíðabúðir sem safna til sín mörgum af áhugaverðustu lagahöfundum norðurlandanaa og fara fram í Færeyjum. Umsóknarfrestur: 17. Febrúar

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>

Ballantine’s True Music Fund x Shesaid.so - Styrktarsjóður sem styður sjálfstæð tónlistarverkefni. Umsóknarfrestur: 14. Mars.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>

Skráðu þig á póstlista Tónlistarmiðstöðvar til að fá nýjustu tækifærin beint í pósthólfið :O)

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar