Síðastliðinn fimmtudag héldum við síðsumarsskál í tilefni þess að við settum í loftið nýja og endurbætta vefsíðu og hlaðvarpið okkar Bransakjaftæði hóf göngu sína að nýju. Kraftgalli sá um tónlistina, starfsfólkið kynnti vefsíðuna og verkefni haustsins og Julie Rowland smellti af.
Þar sem þú ert nú þegar á síðunni þá mælum við auðvitað með því að þú skoðir hana betur. Hér að ofan er ýmislegt áhugavert að finna: glænýja nótnaveitu, allar upplýsingar um upptökustuðninginn sem útgefendur eiga rétt á, allskonar annað fræðsluefni og gríðarlega yfirgripsmikinn leiðarvísi um íslenska tónlistariðnaðinn.