Páll Óskar og Benni Hemm Hemm taka við Love Letter lagalistanum

03 October 2025

Love letter lagalisti vikunnar er í höndum konungs poppsins, Páls Óskars og indíprinsins Benna Hemm Hemm.

Öllum að óvörum leiddu Palli og Benni nýverið saman hesta sína og er útkoman nýútkomin plata þeirra Alveg. Platan er sjóðandi samfélagsádeila dulbúin sem seiðandi skringipopp og borin fram með vinalegu brosi. Alveg verður fagnað með útgáfutónleikum í Austurbæjarbíói 8. okt. Hér má nálgast miða.

Lagalisti vinanna býður hlustandann álíka velkominn. Tímalausar perlur eru samofnar því ferskasta í íslenskri tónlist í dag og rauði þráðurinn er einfaldur: þetta er tónlist sem þýðir eitthvað, tónlist sem er fullkomin fyrir ísbíltúr og gott trúnó með besta vini.

Eigiði yndislega helgi! 

Love Letter á Spotify:

Love Letter á Apple Music>>

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar