Making Tracks er alþjóðlegt tónlistarverkefni í Bretlandi sem býður átta einstaklingum í tveggja vikna listamannadvöl og tveggja vikna tónleikaferðalag um Bretland. Verkefnið var stofnað til þess að auka aðgang að menningarlega fjölbreyttri tónlist fyrir fólk sem býr í minni borgum Bretlands.
Verkefnið er haldið 9. september til 5. október 2024
Í listamannadvölinni fær tónlistarfólk tækifæri til að stofna til nýrra samstarfsverkefna og fá starfsráðgjöf frá sérfræðingum í tónlistariðnaðinum.
Eftir listamannadvölina fara þeir átta útvöldu í tónleikaferðalag um Bretland. Tónleikarnir eru 10 og staðirnir sem farið verður á eru bæði litlir og meðalstórir.