KUSK og Óviti, Kiasmos og Múr koma fram á Reeperbahn
Hljómsveitin KUSK & Óviti mun koma fram á Reeperbahn Festival í Hamborg, Þýskalandi, þann 20. september 2024. Tónlistarborgin Reykjavík stendur fyrir tónleikunum sem fara fram á sviðinu „Häkken“ klukkan 14:50 og eru hluti af Music Cities Network Showcase, þar sem m.a. hljómsveitir frá Íslandi, Danmörku, og Svíþjóð koma fram.
Aðrir íslenskir listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár eru Ólafur Arnalds, með raftónlistardúettinum sínum Kiasmos, og Múr.
Kiasmos eru eitt af aðal atriðum hátíðarinnar í ár og fara tónleikar þeirra fram á Docks Laugardagskvöldið 21. September klukkan 23.30.
Múr kemur svo fram á þungarokksmótttöku í Banhof Pauli fimmtudagskvöldið 19. September klukkan 21.30. Áhugasamir geta skráð sig hér.
Reeperbahn Festival er ein stærsta klúbba- og faghátíð Evrópu og á ári hverju verður St. Pauli hverfið í Hamborg einn af mikilvægustu vettvöngum álfunnar fyrir alþjóðlegan tónlistariðnað. Hátíðin spilar ekki sýst mikilvægt hlutverk fyrir unga og upprennandi listamenn en listinn af tónlistarfólki sem brotist hefur upp á yfirborðið í kjölfar framkomu á hátíðinni er endalaus. Ráðstefnudagskrá Reeperbahn hátíðarinnar býður jafnframt upp á fjölbreytta viðburði þar sem nýliðar og reyndir fagmann fjalla um málefni og áskoranir hins alþjóðlega tónlistariðnaðar. Í hverjum September undirstrikar hátíðin hversu mikilvæg bein samskipti og samtöl eru fyrir tónlistariðnaðinn, sem er jú “people business”.
Hlustaðu á Kusk & Óviti og Kiasmos á lagalistanum okkar "Iceland Music Ethereal"