Íslensk tónlist í forgrunni á Eurosonic Noorderslag 2025

31
.  
January
 
2025

Fyrr í mánuðinum fór Eurosonic hátíðin (ESNS25) fram í Groningen í Hollandi. Íslenskt tónlistarfólk var áberandi á hátíðinni en þar komu fram Sunna Margrét, Kaktus Einarsson og Supersport! Sem ein áhrifamesta faghátíð Evrópu er ESNS mikilvægur vettvangur fyrir upprennandi listafólk og veitir hún því ómetanleg tækifæri til að tengjast nýjum áheyrendum. 

Sunna Margrét heillar Bovenzaal

Mynd: Casper Maas

ESNS biður fjölmiðla sem sækja hátíðina um að “mæla með” listafólki og Sunna Margrét var þar einna efst á blaði með meðmæli frá sjö mismunandi miðlum. Það var því mikil eftirvænting fyrir tónleikum hennar sem fóru fram í Bovenzaal í Oosterport á opnunardegi hátíðarinnar þann 11. Janúar.  Dáleiðandi raftónlist Sunnu og hljómsveitar hennar stóð fyllilega undir þessum væntingum, en platan hennar, Finger on Tongue, hefur þegar vakið töluverða athygli og hafa til að mynda BBC 6 Music, The Quietus og The Line of Best Fit gefið henni hin bestu meðmæli. 

Kaktus Einarsson hrífur með listrænni dýpt

Mynd: Julia Huikshoven

Á fimmtudeginum 12. janúar steig Kaktus Einarsson svo á svið á WEnuttbutter, og flutti persónulega tónlist sína af sinni einskæru snilld. Kaktus blandaði saman rafrænum, klassískum og popptónum á einstakan hátt en tónleikarnir samanstóðu að mestu leyti af efni af nýjustu plötu Kaktusar Lobster Coda (2024) sem kafar í þemu um seiglu og umbreytingar.

Fyrir hátíð hafði Kaktus sankað að sér meðmælum frá sex miðlum og var hann því einn af umtöluðustu listamönnum hátíðarinnar. Eftirvæntingin fyrir tónleikum hans var því mikil en Kaktus lér það ekkert á sig fá og hreif áhorfendur með persónulegri en jafnframt kraftmikilli framkomu.

Sprengikraftur í Supersport

Mynd: Julia Huikshoven

Á föstudaginum 14. janúar lauk íslenskri þátttöku á ESNS25 með tónleikum Supersport! sem færðu hátíðinni hringlandi en jafnframt smitandi indie blöndu sína á tónleikastaðnum VERA. Nýja platan þeirra, allt sem hefur gerst, var í aðalhlutverki, og voru þetta kraftmiklir tónleikar þar sem einstakar lagasmíðar og léttleikandi orka hljómsveitarinnar fékk að leika lausum hala. 

Skoðaðu myndirnar frá þessum eftirminnilegu tónleikum hér að neðan!

Mynd: Julia Huikshoven
Mynd: Julia Huikshoven
Mynd: Julia Huikshoven
Mynd: Julia Huikshoven
Mynd: Casper Maas
Mynd: Casper Maas
Mynd: Casper Maas
Mynd: Julia Huikshoven
Mynd: Julia Huikshoven
Mynd: Julia Huikshoven

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar