Íslensk tónlist á Reeperbahn hátíðinni

10 September 2025

Tónlistarfólkið JFDR , CYBER og Inspector Spacetime munu koma fram á Reeperbahn hátíðinni sem fer fram dagana 18.- 21. september í Hamborg.

Reeperbahn er meðal stærstu klúbba- og faghátíða í Evrópu en á ári hverju umbreytir hátíðin St. Pauli hverfinu í Hamborg í einn af mikilvægustu vettvöngum álfunnar fyrir alþjóðlegan tónlistariðnað. Hátíðin spilar ekki síst mikilvægt hlutverk fyrir ungt og upprennandi listafólk en listinn af tónlistarfólki sem brotist hefur upp á yfirborðið í kjölfar framkomu á hátíðinni er endalaus.

Ásamt tónlistarfólkinu fer sendinefnd á vegum Tónlistarmiðstöðvar og Tónlistarborgarinnar Reykjavík á hátíðina í þeim tilgangi að rækta tengsl við evrópska kollega á þessum gríðarlega mikilvæga vettvangi. Með í för verða Hildur Maral frá OPIA Community, tónlistarforleggjarinn Brynja Guðmundsdóttir frá Iceland Sync, Leifur Björnsson, sérfræðingur hjá Tónlistarmiðstöð og Ása Dýradóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavík.

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar