Iceland Airwaves, í samvinnu við Tónlistarmiðstöð og Tónlistarborgina Reykjavík kynna með stolti glæstan hóp fagfólks sem kemur fram á IA ráðstefnunni, 6.-7. nóvember.
Þessir frumkvöðlar og lykilaðilar tónlistariðnaðarins munu leggja sínar vogarskálar á hin ýmsu málefni, deila gífurlegri þekkingu sinni og reynslu og skoða í sameiningu framtíð tónlistariðnaðarins frá sem flestum sjónarhornum.
Junia Jónsdóttir
Listrænn stjórnandi, Laufey
Júnía er brautryðjandi á sviði samfélagsmiðla og listrænn stjórnandi Grammy-verðlaunuðu tónlistarkonunnar Laufeyjar.
Bjarni Daníel Þorvaldsson
Listamaður, Post-dreifing, RÚV
Bjarni er mikilvæg rödd í íslenska tónlistarsamfélaginu, hvort sem það er sem lagahöfundur, útvarpsmaður eða einn af stofnendum Póst-Dreifingar, sem er leiðandi afl í íslensku grasrótarsenunni.
James Foley
Yfirmaður alþjóðlegrar ritstjórnarstefnu, Spotify
James býr að meira en 15 ára reynslu í tónlistariðnaðinum og sinnir því verkefni að uppgötva nýja tónlist og koma henni fyrir augu alþjóðlegra áhorfenda.
Kevin Cole
Ráðgjafi, KEXP
Með störfum sínum hjá KEXP hefur Kevin gert stöðina að heimsfrægum áfangastað fyrir þá sem vilja uppgötva nýja tónlist. Hann hefur í gegnum árin verið ötull stuðningsmaður íslenskrar tónlistar og þar á meðal tekið upp meira en 300 „live sessions“ með íslensku listafólki.
Augustin Eude
Sviðsstjóri alþjóðasviðs, One Little Independent Records
One Little Independent á áratugalangt samband við íslenska tónlist og er Augustine lykilmaður í þeim efnum.
Andy Duggan
Bókari, WME
Stjörnum prýddur listi skjólstæðinga Andys telur þar á meðal Charlotte Day Wilson, Santigold, Greentea Peng, and Mount Kimbie.
Diana Burkot
Listakona, Aktívisti, Pussy Riot
Diana er ötul baráttukona fyrir mannréttindum sem sameinar list sína og aktívisma til að ögra óréttlæti á heimsvísu.
Emilien Moyon
Sviðsstjóri tónlistarviðskiptadeildar, Berklee Valencia
Sem hönnuður einnar virtustu tónlistarviðskiptadeildar í heimi er Emilien að móta næstu kynslóð tónlistarfrumkvöðla.
Tamsin Embleton
Stofnandi, Music Industry Therapist Collective (MITC)
Ásamt því að vera leiðandi á sviði andlegrar heilsu í tónlistariðnaðinum ritstýrði Tamsin Touring and Mental Health: The Music Industry Manual sem var valin bók ársins af Rough Trade.
Hildur Maral
Framkvæmdastjóri, OPIA Community
Hildur býr yfir 19 ára reynslu sem umboðsmaður og viðburðastjórnandi og rekur í dag hið magnaða og framsækna OPIA Community.
Pascal van de Velde
Stofnandi og forstjóri, Greenhouse Talent
Undir stjórn Pascals er Greenhouse Talent orðið að stærsta sjálfstæða tónleikahaldara í Benelúxlöndunum og býr hann því yfir sérþekkingu á öllum sviðum tónlistarviðburða.