Iceland Airwaves 2025 tilkynnir fyrstu 35 listamennina - þar af 19 íslensk atriði

Iceland Airwaves tilkynnti í dag fyrsta listafólkið sem stígur á svið í á hátíðinni í ár sem fer fram í Reykjavík dagana 6.-8. Nóvember. Í þessari fyrstu tilkynningu er lögð sérstök áhersla á íslensku tónlistarsenuna en 19 af 35 tilkynntum listamönnum eru frá Íslandi.
Ríkuleg áhersla á íslenska tónlist
Eins og ávallt leggur Iceland Airwaves ríkulega áherslu á að bjóða upp á það ferskasta og besta úr íslensku tónlistarlífi, allt frá rótgrónum goðsögnum til upprennandi listamanna.

Fjölbreytilieiki íslensku tónlistarsenunnar birtist skýrt á listanum með bókunum á borð við lúpínu, Sunnu Margréti og Superserious, en þess má geta að þessi þrjú atriði eru á leið til Austin, Texas, til að koma fram á Iceland Airwaves kvöldi SXSW hátíðarinnar núna í mars.

Íslenska rappsenan fær einnig sitt pláss en Saint Pete, Flóni Izleifur og Daniil hafa allir verið bókaðir á hátíðina.
Að auki býður hátíðin uppá orkuboltana í Milkywhale, túndrað strandarpopp Kára Egils, dökka en dansvæna tónlist gugusar, undraverða hæfileikabúntið Magnús Jóhann, söngvaskálidið Elínu Hall, tilraunakennt hávaðapönk Tófu, hina ástsælu hljómsveit Valdimar, þjóðlagaskotið sálarpopp Snorra Helgasonar, iðnaðarhverfislætin í Hasar, ómþýða kertaljósatóna Jelena Cirik, kósý-DIY dúettinn Kusk+Óvita og furðufólkbandið Emmu.

Af erlendum hápunktum
Rapparinn ian, frá Dallas í Bandaríkjunum, sló í gegn árið 2024 með mixteipinu Valedictorian sem fór eins og eldur í sinu um netmiðla og gerði hann að einni athyglisverðustu rödd hip-hop heimsins í dag. Lagið Magic Johnson sló svo rækilega í gegn og er komið yfir 100 milljónir spilana á Spotify.
Enska söngvaskáldið Kenya Grace mun einnig stíga á stokk á hátíðinni en hún er þekktust fyrir smellinn Strangers sem var eitt vinsælasta lagið á TikTok á síðasta ári. Einnig mun hljómsveitin Fat Dog frá London mæta en hljómsveitin hefur hlotið mikið lof fyrir taumlausa sviðsframkomu og frumraun sína WOOF sem kom út í fyrra.
Hátíðarpassar og dagpassar eru nú þegar í sölu á www.icelandairwaves.is.
Listafólk sem tilkynnt var í dag:
Íslenskt listafólk:
Elín Hall | Daniil | Floni | Izleifur | Jelena Ciric | Kári Egils | KUSK + Óviti | lúpína | Magnús Jóhann | Milkywhale | Saint Pete | Snorri Helgason | Sunna Margrét | superserious | Tófa | Valdimar | Hasar | gugusar | Emma
Alþjóðlegir listamenn:
Antony Szmierek (UK) | Babymorocco (UK) | Colt (FR) | DEADLETTER (UK) | Fat Dog (UK) | ian (US) | jasmine.4.t (UK) | Kenya Grace (UK) | Mermaid Chunky (UK) | Night Tapes (UK) | ratbag (NZ) | So Good (UK) | Superkoloritas (LT) | The Orchestra (For Now) (UK) | The Scratch (IE) | Vtoroi Ka (KG)