Ertu reddí fyrir 2026? Vinnusmiðja með Christiana Sudano (Do Less Management / Sørum)

27 November 2025

Þriðjudagur 10. desember
17:00–19:00 (u.þ.b. 2 klst.)
Tónlistarmiðstöð, Austurstræti 5

Tónlistarmiðstöð býður tónlistarfólki og fagfólki í tónlistargeiranum að taka þátt í hagnýtri vinnustofu með Christiana Sudano. Christiana starfar sem alþjóðlegur umboðsmaður í Los Angeles, Nahsville og Ósló hjá Do Less Management og Sørum.

Á vinnustofunni mun Christiana fara yfir aðferðir og verkfæri sem nýtast í undirbúningi og skipulagningu tónlistarferla árið 2026. Áhersla verður lögð á:

  • hvernig undirbúa má tónlist og efni fyrir sync-tækifæri,
  • hvernig móta má raunhæfa útflutnings- og útgáfustefnu,
  • hvernig efla má sýnileika, auka fagmennsku og gera tónlist tilbúna til útgáfu. 

Vinnustofan er opin öllum, og er gert ráð góðum tíma í spurningar, svo tíminn nýtist á sem hagnýtastan hátt. Sætaframboð er þó takmarkað og því er skráning nauðsynleg

Viðburðurinn fer fram á ensku.

👉 Skráning fer fram hér

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar