Tónlistarmiðstöð kynnir með stolti þátttöku sína á South by Southwest (SXSW) hátíðinni 2025 sem haldin verður dagana 7.-16. mars í Austin, Texas. En í dag tilkynnti hátíðin að þrír framúrskarandi íslenskir listamenn, lúpína, Elín Hall og Sunna Margrét, hafa verið bókuð á hátíðina.
SXSW, stærsta faghátíð heims, er alþjóðlega viðurkennd sem einn af mikilvægustu vettvöngum fyrir ungt og upprennandi tónlistarfólk. SXSW er einstakt tækifæri til að kynna litríka tónlistarsenu Íslands fyrir alþjóðlegum tónlistariðnaði.
Íslenska dagskráin fyrir SXSW 2025 endurspeglar þessa fjölbreyttu tónlistarsenu landsins ansi vel:
Auk þess að halda utan um tónleikana sem listamennirnir koma fram á mun Tónlistarmiðstöð standa fyrir ýmsum öðrum viðburðum á hátíðinni og skapa tækifæri til samstarfs á milli íslenskra tónlistarmanna og alþjóðlegra fagmanna. Fylgist með á heimasíðu Tónlistarmiðstöðvar fyrir frekari upplýsingar um nánari upplýsingar um þátttöku Íslands á hátíðinni.
Hlustaðu á Sunnu Margréti, Elínu Hall og Lúpínu á lagalistanum okkar Iceland Music Pop: