Elín Hall og Nanna voru flytjendurnir á Iceland Airwaves Sessions 2023, Í boði The line of best Fit ásamt Record in Iceland.
Myndir eftir Cat Gundry-Beck
Það er orðinn árlegur viðburður að bjóða erlendum blaðamönnum á Iceland Airwaves og erlendri sendinefnd í svokallað STUDIO SAFARI. Þetta er gert sem hluti af kynningum á endurgreiðslukerfinu Record in Iceland sem býður upp á 25% endurgreiðslum á öllum hljóðritunarkostnaði sem stofnað er til hér á landi. Markmiðið er að sýna erlendum gestum frábær íslensk hljóðver með skemmtilegri og eftirminnilegri upplifun. Heimsótt hafa verið þekkt hljóðver á borð við Sundlaugina, Gróðurhúsið, Hljóðrita, Reykjavik recording í Hörpu og mörg fleiri.
Árið 2023 bauð Iceland Music teymið í samstarfi við The Line of Best Fit, sendinefndinni að skoða nýjar skrifstofur og hljóðver INNI í miðbænum. Þetta er ekki einungis hljóðver, heldur sjálfstætt starfandi tónlistarfyrirtæki stofnað af Colm O’Herlihy og Atla Örvarssyni. Inni er fyrst og fremst tónlistarforleggjari, en starfar líka sem útgefandi og framleiðandi.
Þegar gestirnir komu á staðinn flutti Nanna úr Of Monsters and Men ásamt RAKEL lagið Godzilla sem kom út á síðustu plötu hennar How To Start A Garden.
Hlustið á flutninginn hennar Nönnu hér:
En hljóðver eru vissulega ekki einu staðirnir þar sem hægt er að taka upp tónlist. Því af hverju að taka upp í hljóðveri… þegar það er hellir í boði. Næsta stopp var einmitt Raufarhólshellir, sem er aðeins 30 mínútur frá höfuðborginni.
Hlustið á flutninginn hennar Elínar Hall hér:
Kemur í ljós að í Raufarhólshelli er ekkert bergmál, sem gerir hann að einstökum stað fyrir flutning á tónlist. Elín Hall beið þar eftir gestum og tók lagið manndráp af gáleysi sem fór nýverið á toppinn á vinsældarlista Rásar 2.
Record in Iceland þakkar gestum okkar fyrir komuna, og samstarfsaðilum okkar hjá Íslandsstofu, The Line of Best Fit, INNI Music, Raufarhólshelli og Iceland Airwaves kærlega fyrir að gera þessi myndbönd möguleg, og svo auðvitað Nönnu, Rakel og Elínu Hall fyrir alla gullfallegu tónlistina.