Bransaveisla: Tengslamyndunarfundir með fagaðilum í tónlist

23
.  
October
 
2024

IA ráðstefnan sem fer fram dagana 7. og 8. nóvember dregur að sér fagaðila úr tónlistarheiminum frá öllum heimsins hornum og því er Airwaves vikan kjörið tækifæri til að mynda tengsl á milli íslensks listafólks, fagaðila og hins alþjóðlega tónlistariðnaðar.

Í þeirri viðleitni verða haldnir tengslamyndunarfundir á Bingó þann 6. nóvember frá 16-18 þar sem hægt er að sækja um 15 mínútur í „speed-dating’ fund með þeim alþjóðlegu gestum sem hafa boðið fram sérfræðiþekkingu sína og þjónustu. Í kjölfarið bjóða Tónlistarmiðstöð og Tónlistarborgin Reykjavík þátttakendum upp á Happy Hour á sama stað.

Þetta er fjölbreyttur hópur fagaðila frá flestum sviðum tónlistariðnaðarins, til dæmis hátíðarbókarar, útgefendur, umboðsmenn og markaðsfulltrúar frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi

Skráðu þig á tengslamyndunarfund hér >>

Nánari upplýsingar um þátttakendur:

Lena Ingwersen er framkvæmdastjóri Music Cities Network (MCN), ásamt því að vera DJ í hjáverkum. Tónlistarborgin Reykjavík er hluti af MCN og í gegnum það samstarf hefur íslensk tónlist öðlast dyggan stuðningsmann í Lenu. 

Rebecca Mason er almannatengslafulltrúi hjá Inside Out sem er stærsta sjálfstæða markaðsskrifstofa Bretlands. Meðal skjólstæðinga hennar má nefna Bloc Party, CHVRCHES, Pale Waves og auðvitað Iceland Airwaves!

Lauren Harman er sjálfskipuð "Sync frænka" og algjör frumkvöðull á sviði umsýslunar með tónlist fyrir myndefni (sync). Hún hefur unnið með listamönnum á borð við Andrew Bird, Beach House, Sufjan Stevens, Grizzly Bear, Justice ásamt hundruðum annarra.

Kevin Cole var dagskrárgerðar stjóri hjá KEXP í 18 ár sem yfirmaður efnisstjórnunar. Á þessum tíma tók KEXP upp yfir 300 tónlistarflutninga með íslenskum listamönnum, sem samtals hefur verið skoðað 150 milljón sinnum á YouTube-rás KEXP. Undir forystu Kevins þróaðist KEXP frá því að vera útvarpsstöð í Seattle yfir í alþjóðlega virta listastofnun.

Label

Brian Lowit er útgáfustjóri Dischord Records sem er eitt áhrifamesta sjálfstæða útgáfufyrirtæki í heimi, ásamt því að vera eigandi Lovitt Records. Hann er ötull stuðningsmaður íslenskrar tónlistar sem hefur unnið með handfylli af íslenskum listamönnum.

Augustin Eude er sviðsstjóri alþjóðasviðs hjá One Little Independent Records en útgáfufyrirtækið á áratugalangt samband við íslenska tónlist og er Augustin lykilmaður í þeim efnum.

Henry Prince er stafrænn sérfræðingur og tónlistarforleggjari hjá One Little Independent Records með yfir 10 ára reynslu af vinnu hjá útgefendum og tónlistarforleggjurum.

Umboðsmenn

Aurora Di Rienzo lives in Copenhagen, where she works as a manager and booking agent for the booking agency Kin. Among the artists she manages are Lúpína and Inspector Spacetime.

Erin Lynch is the owner of FlyingFox AB, a booking agency and event organizer from Stockholm. Among her clients are Sólstafir, Oranssi Pazuzu, Elinborg, Múr, and Hamferð.

Nick Knowles er umboðsmaður og stofnandi KxKn. Hann sérhæfir sig í að vinna með íslenskum listamönnum og eru skjólstæðingar hans Sóley, Eydís Evensen og Sunna Margrét. 

Al Mills er umboðsmaður hjá Red Light UK en áður en hún hóf störf hjá fyrirtækinu vann hún í Rough Trade London þar sem skoðanir hennar og listrænt innsæi spilaði stóran þátt í frama margra listamanna.

Bókarar

Tonio Amin Zaoui hefur undanfarin 11 ár starfað sem bókari og tónleikahaldari í Þýskalandi. Hann rekur dq agency og er sífellt að leita að alþjóðlegum listamönnum og nýjum samstarfsaðilum í tónleikaheiminum.

Ariane Mohr er hluti af bókunarteymi Reeperbahn-hátíðarinnar í Hamburg, sem er ein stærsta faghátíð (e. showcase festival) heims. Ariane er gífurlega reynslumikill viðburðastjórnandi og kom lengi að skipulagi hátíðarinnar lunatic. Frá árinu 2018 hefur hún unnið fyrir Reeperbahn og hefur því tekið virkan þátt í að gera hátíðina að því sem hún er í dag.

Berkli Johnson er Norðurlandabókari goðsagnakenndu tónlistarhátíðarinnar SXSW. Berkli ólst upp í Austin og hefur hún því fylgst með SXSW vaxa í gegnum árin og hefur hún verið viðloðin hátíðina frá unga aldri.

Simon Baily er tónleikahaldari hjá breska promoterinum Crosstown Concerts. Á meðal skjólstæðinga hans eru Maruja, Katy J. Pearson, Pale Blue Eyes, Squid and Slowdive.

Skráðu þig á tengslamyndunarfund hér >>

Fylgstu með á Facebook viðburðinum

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar