%20(2).jpg)
Hvar: Bingó, Skólavörðustígur 8, 101 Reykjavík 
Hvenær: Miðvikudagur, 5. nóv @ 17.30-19.30 
////////////////////////////////////
Iceland Airwaves ráðstefnan, sem fer fram dagana 6. og 7. nóvember, dregur til sín fagaðila úr tónlistarheiminum frá öllum heimsins hornum og því er Airwaves vikan kjörið tækifæri til að mynda tengsl á milli íslensks listafólks og alþjóðlega tónlistariðnaðarins.
Í þeirri viðleitni verða haldnir tengslamyndunarfundir á Bingó þann 5. nóvember frá 17:30-19:30. Þar verður hægt að sækja um 15 mínútna örfundi með þeim alþjóðlegu gestum sem hafa boðið fram sérfræðiþekkingu sína og þjónustu.
Í kjölfarið bjóða Tónlistarmiðstöð og Tónlistarborgin Reykjavík þátttakendum upp á Happy Hour á sama stað.
Það er fjölbreyttur hópur fólks sem hefur boðað komu sína í ár. Fjölmiðlafólk, fulltrúar útgáfufyrirtækja, tónlistarráðgjafar, hátíðabókarar, umboðsfólk og allskonar!
>> UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 3. NÓVEMBER <<
Nánari upplýsingar um þátttakendur:
Adam Williams er tónlistarstjóri grasrótarstaðarins Clwb Ifor Bach og Sŵn hátíðarinnar í Cardiff. Hann er einnig umboðsmaður hljómsveitanna Panic Shack (sem koma einmitt fram á IA í ár) og Slate. Með honum í för er Guto Brychan, framkvæmdastjóri klúbbsins og hátíðarinnar.
Albert F. Flemig er bókari hjá SPOT hátíðinni í Aarhus og rekur jafnframt tónleikastaðinn Aarhus Volume. 
Andy Hamm er tónlistarmaður sem hefur sinnt tónlistarráðgjöf síðan 2014. Hann hefur meðal annars unnið fyrir Media Arts Lab og Apple. Andy er einnig fyrrum meðlimur hljómsveitarinnar Local Natives.
Brian Lowit er útgáfustjóri goðsagnakennda útgáfufyrirtækisins Dischord Records og eigandi Lovitt Records. Í gegnum Lovitt hefur Brian unnið með fjöldanum öllum af íslensku listafólki.
Cherish Kaya er A&R hjá sjálfstæðu útgáfunni Dirty Hit og umboðsmaður bresku listamannanna Self Esteem og Jockstrap. Hún leggur áherslu á að styðja við jaðarsenuna og listafólk með menningarlega sérstöðu.
Christiana Sudano er stofnandi Do Less, umboðsfyrirtækis með aðsetur í Los Angeles sem tengir saman höfunda, pródúsera, listafólk og aðra skapandi aðila í Skandinavíu og Bandaríkjunum. Do Less stendur einnig fyrir fjölda lagahöfundabúða víðs vegar um heiminn.
Erica Campbell er sjálfstætt starfandi tónlistarpenni og tónlistarritstjóri Bandaríska menningarritsins PAPER. Hún hefur einnig starfað hjá NME og Consequence og skrif hennar hafa birst í Glamour, Architectural Digest, W Magazine og fleiri miðlum. 
Isla Mcrobbie er aðstoðarbókari The Great Escape hátíðarinnar, stærstu faghátíðar Bretlands. Hátíðin fer fram árlega í Brighton og býður uppá hundruði tónleika á 30 stöðum víðsvegar um borgina.
Jason Sperry er framkvæmdastjóri Because Music í Bandaríkjunum. Because er eitt af helstu sjálfstæðu útgáfufyrirtækjum Evrópu og gefur út listafólk á borð við Justice, Christine and the Queens og Shygirl.
Jonathan Pearson er er írskur umboðsmaður, listrænn stjórnandi og hátíðarstjóri með aðsetur í Los Angeles. Hann er stofnandi Islander, írsk-bandarísks umboðsfyrirtækis sem sér um listafólk á borð við JFDR, Bedouine og Ye Vagabonds.
Kelsey Mitchell er margverðlaunaður tónlistarráðgjafi með aðsetur í Los Angeles. Hún hefur hlotið sex CLIO-verðlaun og tilnefningar til Golden Trailer Awards og Guild of Music Supervisors Awards og meðal viðskiptavina hennar eru Universal, Sony, Netflix, Amazon, Hulu og Disney.
Mirko Burazer er verkefnastjóri hjá króatísku útflutningsskrifstofunni We Move Music Croatia og stofnandi útgáfunnar Basic & Rough. Hann er einnig framkvæmdastjóri SHIP showcase-hátíðarinnar í Šibenik. Með Mirko í för er Davor Drezga, meðstofnandi króatísku útflutningsskrifstofunnar We Move Music Croatia (WMMC) og framkvæmdastjóri SHIP showcase-hátíðarinnar. Í frístundum sínum rekur hann sjálfstæða plötuútgáfu og tónlistarhátíðina Mudri Brk.
Nick Knowles er alþjóðlegur umboðsmaður og stofnandi breska fyrirtækisins KxKn Management, sem vinnur með íslenska listafólkinu Eydísi Evensen, Sóleyju Stefánsdóttur og Sunnu Margréti. 
Sophie Leigh Walker er almannatengill hjá PR stofunni Toast Press, sem vinnur með listafólki á borð við Florence + The Machine, Billie Eilish og Nine Inch Nails. Meðal íslenskra kúnna Sophie má nefna Elíni Hall. Hún starfar einnig sem sjálfstætt starfandi tónlistar- og menningarblaðamaður og hefur meðal annars skrifað fyrir The Line of Best Fit, The Guardian, Man About Town og Apple Music.
Þórhallur (Thor) – Rekstrarstjóri danska útgáfufyrirtækisins Crunchy Frog. Crunchy Frog var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1994 og hefur síðan gefið út hágæða tónlist með áherslu á sköpunarfrelsi listafólksins.
Sara Kordek er yfirmaður vörumerkjardeildar BitterSweet Festival, þar sem hún ber ábyrgð á vörumerkjaþróun hátíðarinnar. Hún starfar einnig hjá Good Taste Production, þar sem hún starfar við það að þróa áfram tónlistarverkefni.

