The Line of Best Fit - Í sumarbústaðnum með Supersport!

14
.  
January
 
2025

Indie-poppsveitin Supersport tók nýverið upp lifandi flutning fyrir breska tónlistarblaðið The Line of Best Fit. Upptakan, sem var studd af Record in Iceland verkefninu, fór fram í sumarbústað í Kjós í miðri Iceland Airwaves-vikunni og fangar hljómsveitina í sannkallaðri kósístund á milli stríða.

Þau fluttu lagið „Fingurkoss“ af þriðju plötu sveitarinnar, allt sem hefur gerst. Bjarni Daníel, söngvari sveitarinnar, segir lagið fjalla um „ást og fjarlægð (andlega og líkamlega)“ og segir það kanna löngunina til að vera á staðnum þrátt fyrir óróleika og truflanir.

Upptökuna í heild sinni má finna hér:

Í þessari viku heldur Supersport til Groningen í Hollandi til að spila á Eurosonic Noorderslag, ásamt listafólkinu Kaktusi Einarsyni og Sunnu Margréti.

  • Sunna Margrét – miðvikudaginn 15. janúar – Oosterpoort Bovenzaal – 21:20-22:00
  • Kaktus Einarsson – fimmtudaginn 16. janúar – WEnuttbutter – 21:00-21:40
  • Supersport! – föstudaginn 17. janúar – VERA – 20:10-20:50

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar