Auglýst eftir tilnefningum fyrir „Nordic Music Biz Top 20 under 30“ 2024

7
.  
May
 
2024

NOMEX leitar að ungu fagfólki í tónlist sem er í fararbroddi innan tónlistariðnaðarins á Norðurlöndunum. 

Verðlaunin eru ætluð tónlistarbransafólki, allt frá umboðsmönnum og tónlistarforleggjurum til tónleikahaldara. Þessi verðlaun eru samstarfsverkefni fimm norrænna útflutningsskrifstofa í tónlist: Iceland Music, Export Music Sweden, Music Export Denmark, Music Finland og Music Norway.

Þekkir þú einhvern yngri en 30 ára sem hefur skarað fram úr árið 2023 eða 2024? Ef svo er, getur þú sent inn þína tilnefningu með því að fylla út formið hér að neðan. Innsending tilnefninga má vera nafnlaus. Frestur til að tilnefna rennur út kl 11:00, 17 maí.

Senda inn tilnefningu>>

Þau sem tilnefnd eru verða að starfa í fyrirtæki eða stofnun/samtökum á sviði tónlistar eða afþreyingar á Norðurlöndunum. Einungis má tilnefna þau sem eru fædd árið 1994 eða síðar. 

Dómnefnd sem samanstendur af 15 áhrifaríkum aðilum í tónlistariðnaði á öllum Norðurlöndunum fer yfir innsendar tilnefningar og velur þau 20 sem standa upp úr. Við val á tilnefningum mun dómnefndin skoða ýmsa þætti, til að mynda starfsferil og þróun í starfi, velgengni fyrirtækis, viðurkenningu og umsagnir samstarfsfólks, áhrifin á norrænan tónlistariðnað árin 2023 - 2024, listræna þróun, nýsköpun, tekjur af tónleikaferðum, miðasölu og ásýnd/viðveru á samfélagsmiðlum. 

Top 20 Under 30 leggur áherslu á kynjajafnvægi og fjölbreytileika við val á tilnefningum. 

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar