Þessa vikuna er það engin önnur en Árný Margrét sem tekur við Love Letter lagalistanum. Hana þarf vart að kynna en þessi magnaða vestfirska tónlistarkona hefur á undanförnum árum sungið okkur flest upp úr skónum með gríðarfagurri, sepíulitaðri landslagsrómantík sinni.
Árný fór nýverið með Tónlistarmiðstöð og Íslandsstofu til Nashville, þar sem hún kom fram á Taste of Iceland menningarhátíðinni sem haldin var þar í bæ. Í tilefni ferðarinnar setti hún saman þennan angurværa og heimakæra lagalista.
Lagalistinn er vöfflukaffi og heklaðar glasamottur, ilmurinn af sumarbústaðaviðinum og rykugu ullaráklæðinu á úr sér gengnum sófanum. Eins og löngu tímabært knús frá ástvini. Hinn fullkominn ferðafélagi inn í þessa fyrstu helgi júlímánaðar.
Eigið yndislega helgi!