16 verkefni fá ferðastyrki úr Tónlistarsjóði að heildarupphæð 3,5 m.kr.
.png)
Ferðastyrkir eru styrkir til tónlistarfólks og fagaðila sem vilja sækja sér tækifæri á stærri markaði, t.d. með tónleikaferðalögum, þátttöku í sendinefndum, sölusýningum og fagtónlistarhátíðum (e. showcase). Einnig eru veittir styrkir til tónskálda vegna frumflutnings á tónverkum. Styrkir eru veittir til verkefna sem eru tilbúin til útflutnings (e. export ready**). Fagaðilar, geta sótt um styrk vegna starfstengdra ferða milli landshluta, t.d. til að sækja ráðstefnur og tengslamyndunarviðburði.
34 verkefni sóttu um alls 7.800.000 kr. og úthlutunarnefnd ákvað að veita 3,525,000 kr. í 16 verkefni.
Verkefnin sem hlutu ferðastyrk:
Konrad Stanislaw Groen / hrotur - Tónleikferðalag um Pólland
Björn Steinar Sólbergsson - Þátttaka í þremur alþjóðlegum orgelhátíðum í Þýskalandi
Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir - Ása&Ásta fulltrúar Íslands á Nordic Folk Alliance
Hildur Maral - OPIA á Primavera Pro
Julius Pollux Rothlaender - Berlinale Talents og á Óskarsverðlaunaafhendingin til að fylgja eftir kvikmyndatónverki
Pétur Oddbergur Heimisson - Reykjavik Jazz Festival á Jazzahead í Bremen
Svavar Knútur - Tónleikaferðalag um Austurríki, Pólland, Þýskaland og Sviss.
Svavar Knútur - Folk Alliance International í Montreal og tónleikaferðalag um Kanada
LÓN - Tónleikaferðalag um Þýskaland og Holland
Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson - Tónleikaferðalag um Evrópu
Barokkbandið Brák slf. - Bach hátíðin í Ríga
Supersport! - Tónleikaferðalag um Evrópu
Mono town - Tónleikar og tengslamyndun í Nashville til að fylgja eftir kvikmyndatónverki
Gunnar Andreas Kristinsson - Frumflutningur á tónverki í Berlín
Scott McLemore - Tónleikar og frumflutningur á tónverki í Prag
Spacestation - Tónleikar á Ritual Union tónlistarhátíðinni í Bristol og tónleikar í London.