Högni Egilsson tilnefndur til norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunanna HARPA

3
.  
December
 
2024

Tónskáldið Högni Egilsson hefur verið tilnefndur til norrænu kvikmyndatónlistaverðlaunanna HARPA 2025 fyrir tónlist sína í Snertingu eftir Baltasar Kormák. 

Norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunin HARPA, sem veitt eru af Nordic Film Music Days, fagna framúrskarandi tónskáldum frá norðurlöndum en valnefndir frá Íslandi, Noregi, Damörku, Finnlandi og Svíþjóð tilnefna á ári hverju eitt tónskáld til verðlaunanna. Íslenska valnefndin segir tónlist Högna sýna söguþræði myndarinnar umhyggju og virðingu sem geri hana að áreynslulausum og jafnframt ómissandi hluta myndarinnar. 

Íslensk kvikmyndatónlist hefur verið sigursæl á þessum vettvangi en í fyrra vann Eðvarð Egilsson HARPA verðlaunin fyrir tónlist sína í heimildamyndinni Smoke Sauna Sisterhood. Aðrir íslenskir handhafar verðlaunanna eru Davíð Þór Jónsson og Benedikt Erlingsson (2019, Kona fer í stríð), Daníel Bjarnason (2018, Undir trénu), Atli Örvarsson (2016, Hrútar) og Jóhann Jóhannsson sem hlaut heiðursverðlaun árið 2016. 

Nordic Music Days eru haldnir samhliða Berlinale kvikmyndahátíðinni og fer verðlaunaafhendingin fram þann 15. febrúar 2025 á Nordische Botschaften í Berlín.

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar