Vinnustofa - Listin að skrifa styrksumsóknir

📍 Tónlistarmiðstöð, Austurstræti 5
📅 Miðvikudagur 8. október
🕓 Kl. 16:00–17:30 · vinnustofa á ensku
🕕 Kl. 18:00–19:30 · vinnustofa á íslensku

Tónlistarmiðstöð býður tónlistarfólki og fagfólki í tónlistariðnaðinum upp á vinnustofu í styrkumsóknargerð með sjálfstætt starfandi ráðgjafanum Julie Runge Bendsen. Vinnustofan mun fara fram í sal Tónlistarmiðstöðvar, Austurstræti 5, miðvikudaginn 8. október.

Julie hefur unnið með fjölmörgum íslensku tónlistarfólki og fyrirtækjum við gerð umsókna í Tónlistarsjóði og öðrum sjóðum. Á vinnustofunni mun Julie deila með þátttakendum helstu aðferðum sem hún nýtir sér við að gera styrkumsókn skýra, markvissa og sannfærandi. Hún mun veita innblástur og hagnýt ráð um hvernig eigi að hefja umsóknarvinnu, skýra hugmynd á áhrifaríkan hátt, tengja verkefni við markmið sjóðsins og búa til raunhæfa fjárhagsáætlun.

Julie er stofnandi Pomona sem sérhæfir sig í styrkumsóknum og verkefnastjórnun fyrir tónlistarfólk og fyrirtæki í Norræna tónlistarbransanum. Hún hefur tryggt fjármögnun fyrir meðal annars Mengi, Iceland Airwaves og INNI og hefur ráðlagt mörgu tónlistarfólki við styrkumsóknargerð. Julie hefur verið hluti af íslensku tónlistarsenunni frá árinu 2015 sem starfsnemi í Mengi, þar sem hún varð síðar rekstrarstjóri. Hún starfaði einnig hjá Tónlistarborginni í Reykjavík og öðlaðist þar verðmæta reynslu af styrkumhverfinu í gegnum Úrbótasjóð tónleikastaða og tók þátt í að tryggja veglegan Evrópustyrk fyrir verkefni innan Tónlistarborgarinnar.

Skráning fer fram hér

Dagsetningar
Dagsetning
8 October 2025
 –
Staðsetning
Austurstræti 5
Vefsíða
Aðrir viðburðir
Allir viðburðir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar