KÍTÓN kynnir: Ómstrítt: Jafnrétti kynjanna og tónlist á Íslandi

Hvar: Tónlistarmiðstöð, Austurstræti 5, 101 Reykjavík
Hvenær: Miðvikudag, 5. nóv @ 15:00-16.30

////////////////////////////////////

Þann 24. október fagnar Ísland 50 ára afmæli Kvennaverkfallsins. Verkfallið varð hvati að víðtækum samfélagsbreytingum, og í dag er Ísland almennt talið meðal fremstu þjóða heims á sviði jafnréttismála.

Þrátt fyrir að konur gegni æðstu embættum þjóðarinnar og stýri mörgum menningarstofnunum landsins er því miður allt aðra sögu að segja af tónlistarheiminum. Meirihluti vinsælustu tónlistar landsins er eftir karla, og samkvæmt gögnum frá STEF eru um 80% skráðra höfunda karlar og fá þeir um 85% höfundarréttarlauna sem STEF úthlutar.

Hvernig getur þjóð sem þykir fyrirmynd í jafnréttismálum staðið svona illa þegar kemur að tónlistarsköpun? Hvaða hindranir standa í vegi fyrir jöfnum tækifærum? Ef Ísland getur ekki náð þessu – hver getur það þá?

KÍTÓN í samstarfi við Bransaveislu bjóða upp á pallborð til að ræða hvernig laga megi þessa skekkju og kynna helstu stefnu samtakanna.

Í pallborði sitja tónlistarkonurnar Anna Róshildur og Katrín Helga Ólafsdóttir en þær eru báðar í stjórn KÍTÓN. Með þeim verða Guðjón Smári Smárason, tónlistarstjóri FM957 og Paul Bridgewater, ritstjóri breska tónlistarblaðsins The Line of Best Fit.

Umræðum stýrir Josie Gaitens, fjölmiðlakona og verkefnastýra.


Skráning fer fram hér


Hér má fylgjast með viðburðinum á FB

Dagsetningar
Dagsetning
5 November 2025
 –
Staðsetning
Vefsíða
Aðrir viðburðir
Allir viðburðir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar