Feedback: Nýliðun í menningarmiðlun

Hefur þig alltaf langað að segja heiminum frá því hvernig tónlist lætur þér líða?

Feedback er glænýtt verkefni á vegum Tónlistarmiðstöðvar og The Reykjavík Grapevine í samstarfi við Iceland Airwaves sem býður ungum og metnaðarfullum pennum upp á námskeið í tónlistarblaðamennsku.

Þátttakendur fá tækifæri til að skrifa um Iceland Airwaves fyrir Reykjavík Grapevine og hafa aðgang að skrifstofum og ritstjórn blaðsins á meðan á hátíðinni stendur. Að auki mun Tónlistarmiðstöð halda vinnustofu í tónlistarblaðamennsku miðvikudaginn 5. nóvember kl. 15.30-17.00. Á vinnustofunni fá þátttakendur ráðgjöf og leiðbeiningar frá tónlistarpennum í fremstu röð, þar á meðal Althea Legaspi, fréttaritstjóra hjá Rolling Stone.

Valdir þátttakendur fá blaðamannapassa á hátíðina, dagpeninga á meðan á hátíð stendur og skrif sín birt á vef The Reykjavík Grapevine. Þau fá einnig leiðsögn frá ritstjórum Grapevine og áframhaldandi handleiðslu frá alþjóðlegum tónlistarblaðamönnum og PR-sérfræðingum á meðan á hátíðinni stendur

Hverjir geta sótt um:

Við leitum að forvitnum, opinskáum og áhugasömum einstaklingum með góða enskukunnáttu og brennandi áhuga á lifandi tónlist. Það er ekki gerð krafa um fyrri reynslu af blaðamennsku, eingöngu frumkvæði og fersku sjónarmiði.

Við biðjum umsækjendur um að láta stuttan texta fylgja umsókn. Þetta geta verið vangaveltur um hvað sem er en við mælum með einhverju sem endurspeglar stíl og tón umsækjanda. Það þarf tæplega að taka það fram að við tökum ekki við texta sem er skrifaður af gervigreind.

Umsóknarfrestur er til og með 2. nóvember

Umsóknarform má finna hér >>

Dagsetningar
Dagsetning
5 November 2025
 –
08 November 2025
Staðsetning
Vefsíða
Aðrir viðburðir
Allir viðburðir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar