Iceland Airwaves tilkynnir í dag 17 nýtt listafólk, þar af 13 íslensk

29
.  
August
 
2024

25 ára afmælisútgáfa Iceland Airwaves, sem fer fram dagana 7.-9. nóvember í miðborg Reykjavíkur, hefur nú tilkynnt 17 nýja listamenn sem verða á dagskránni. 13 af þeim eru meðal hæfileikaríkasta tónlistarfólks Íslands og má þar nefna Hjálmar (með sérstaka 20 ára afmælistónleika), Spacestation, Sunnu Margréti og Kaktus Einarsson.

Íslenskir listamenn sem tilkynntir eru í dag:

Arnór Dan | Celebs | Davidsson | Flott | Eythor Arnalds | Hjálmar | Jónfrí | Kaktus Einarsson | NonyKingz | Spacestation | Sunna Margrét | Supersport! | Vampíra

Í tilefni af 25 ára afmælisári Airwaves segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves:

„Við erum ótrúlega stolt af því að fagna 25 ára afmæli Iceland Airwaves og líka 25 árum af því að hafa átt stóran þátt í ferli margra af hæfileikaríkustu listamönnum heims. Í gegnum árin hefur Airwaves oft verið afdrífaríkur stökkpallur fyrir rísandi innlend og erlend bönd sem mörg hver hafa í kjölfarið sigrað heiminn. Einu sinni ári beinir allur bransinn augum sínum að Iceland Airwaves og það er okkur heiður að halda áfram að koma með nýja hæfileika til Reykjavíkur og deila ástkærri íslenskri tónlist okkar með heiminum.”

Allir íslenskir listamenn hingað til: (A-Ö)

Arnór Dan | Bear the Ant | Celebs | Davidsson | Elín Hall | Eythor Arnalds | FLOTT | Gabríel Ólafs | GDRN | Hildur | Hjálmar | Inspector Spacetime | Jónfrí | Kaktus Einarsson | K.óla | Klemens Hannigan | lúpína | NonyKingz | Múr  | Pétur Ben | Róshildur | Sóley | Spacestation | Sunna Margrét | Supersport! | Teitur Magnússon | Úlfur Úlfur | Une Misère | Vampíra | Vévaki | virgin orchestra

Miðar + frekari upplýsingar má finna hér>>

Kynntu þér dagskrána með Iceland Airwaves lagalistanum:

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar