10 nýir fagaðilar bætast í hópinn á Iceland Airwaves ráðstefnunni + nýr viðburður!
.png)
Iceland Airwaves, Tónlistarmiðstöð, Íslandsstofa og Tónlistarborgin Reykjavík kynna með stolti lokaviðburð ráðstefnunnar í ár ásamt 10 fagaðilum til viðbótar.
Líkt og undanfarin ár fer ráðstefnan fram samhliða Iceland Airwaves hátíðinni dagana 6. og 7. nóvember. Hún hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur fyrir íslenskan sem og alþjóðlegan tónlistariðnað og býður upp á fjölbreytta og framsækna dagskrá sem spannar pallborðsumræður, fyrirlestra og aðra viðburði og leiðir saman marga af fremstu sérfræðingum á öllum sviðum tónlistariðnaðarins.
Miðar fást hér>>

Lokaviðburður: BOYCOTTS, BACKLASH, AND TAKING A STAND
Á þessu pallborði munu mælendur ræða óstöðugan mun á milli lifandi flutnings og mótmæla.
Undanfarnar vikur hefur borið töluvert á tilraunum yfirvalda til að ritskoða listafólk og tónleikahald. Þannig sæta til að mynda tónleikar írsku sveitarinnar Kneecap lögreglurannsókn og BBC hafa gefið út þá yfirlýsingu að þau muni héðan í frá ekki sýna beint frá viðburðum sem þykja „áhættusamir“ eftir umdeilda tónleika Bob Vylan á sömu hátíð. Þetta pallborð mun ræða þessa þróun og línuna milli lifandi flutnings og mótmæla, og þarna koma saman raddir sem þekkja málið á eigin skinni.
Þar á meðal Alona Dmukhovska (Music Export Ukraine), palestínski listamaðurinn Bashar Murad og Cecilia Soojeong Yi, sem er einn af stofnendum Korean DMZ Peace Train Music Festival og ALPS inc.

Aðrir nýir staðfestir fyrirlesarar og pallborðsgestir:
The Big Skip: Does Anyone Listen to Music Anymore? fær til liðs við sig Alex Hackford, yfirmann Artists & Repertoire/Music Affairs hjá Sony Interactive Entertainment/PlayStation, og margverðlaunaða tónlistarstjórann Kelsey Mitchell.

The State of Live: Fickle fans, brutal budgets, and moving markets: Bókarinn Lucia Wade frá bókunarfyrirtækinu ITB, einni af mikilvægustu sjálfstæðu bókunarskrifstofum Bretlands, hefur staðfest þátttöku sína.
Global, But Make It Weird: How Specificity Became the New Strategy: Tónlistarmaðurinn og tónlistarstjórinn Andrew Hamm bætist í hópinn en hann er fyrrum meðlimur hljómsveitarinnar Local Natives og hefur unnið við tónlistarstjórnun í áraraðir, þar á meðal fyrir Apple og Media Arts Lab.

Sköpunargleðin: The Storm-Soaked Joy of Making Things: Lilja Birgisdóttir, myndlistakona og stofnandi ilmverkstæðisins og listasamsteypunnar Fischersund, og fjöllistakonan Ísadóra Bjarkardóttir Barney hafa bæst í hópinn.
Við Dinosaurs or Digital Pioneers? The Future of Collective Rights Management bætist Hrefna Helgadóttir frá GLITSKÝ Management í hópinn en hún býr yfir 15 ára reynslu af tónlistarmarkaðssetningu, PR og stefnumótun í Íslandi, London og Bandaríkjunum.
Staðfestir þátttakendur í Iceland Airwaves ráðstefnunni 2025:
Alex Hackford (Sony Interactive Entertainment / PlayStation) // Alona Dmukhovska (Music Export Ukraine) // Andrew Hamm (tónlistarmaður / tónlistarstjóri) // Árni Þór Árnason (OPIA Community / MMF Iceland) // bashar murad (tónlistarmaður) // Cecilia Soojeong Yi (Korean DMZ Peace Train Music Festival / ALPS inc.) // Cesar Andion (Live Nation Spain / The Spanish Wave) // Daddi Guðbergsson (E4) // Gordon Masson (IQ Magazine) // Guðrún Björk Bjarnadóttir (STEF / Tónlistarmiðstöð) // Hrefna Helgadóttir (GLITSKÝ Management) // Inga Magnes Weishappel (Wise Music) // Ísadóra Bjarkardóttir Barney (listakona) // Isla McRobbie (The Great Escape) // Ísleifur Thorhallsson (Iceland Airwaves / Sena Live) // Jeremy Silver (Mediaclarity) // Kelsey Mitchell (Ignition Creative) // Lama-Sea Dear (Marvada) // Lilja Birgisdóttir (Fischersund) // Lucia Wade (ITB) // Neal Thompson (Focus Wales) // Nicholas Douglas (Notion) // Pétur Jónsson (Medialux) // Saga Úlfarsdóttir (AI ráðgjafi) // Snorri Ástráðsson (Garcia Events / All Things Live Denmark) // Virginie Berger (MUSICx) // Will Larnach-Jones (London Records)
Hér að neðan má sjá dagskrána eins og hún stendur núna, en enn á eftir að bæta við viðburðum. Við hvetjum áhugasama til að fylgjast vel með og tryggja sér Pro Pass – sem veitir aðgang að allri ráðstefnunni, allri hátíðinni og Plus uppfærslu.
Iceland Airwaves ráðstefnu dagskráin >>