Tónlistarsjóður veitir 12 verkefnum ferðastyrki í júní - næsti umsóknarfrestur er 31. júlí

2
.  
July
 
2025

Ferðastyrkir eru styrkir til tónlistarfólks og fagaðila sem vilja sækja sér tækifæri á stærri mörkuðum, t.d. með tónleikaferðalögum, þátttöku í sendinefndum, sölusýningum og fagtónlistarhátíðum (e. showcase). Einnig eru veittir styrkir til tónskálda vegna frumflutnings á tónverkum sem og fagaðila vegna starfstengdra ferða innanlands, t.d. til að sækja ráðstefnur og tengslamyndunarviðburði.

Styrkirnir eru veittir á tveggja mánaða fresti og rann síðasti umsóknarfrestur út þann 1. júní. Í heildina sóttu 30 verkefni um alls 8.425.000 kr. og ákvað úthlutunarnefnd að styrkja 12 verkefni um 2.950.000 kr.

Næsti umsóknarfrestur fyrir ferðastyrki er 31. júlí.

Verkefni sem hlutu ferðastyrk í júní úthlutun: 

Anna Gréta Sigurðardóttir – 200,000 – Tónlistarhátíðir í Kanada

Helfró – 300,000 – Black Metal Invasion tónlistarhátíðin í Vínarborg

Jófríður Ákadóttir – 200,000 – Tónleikaferðalag um Bandaríkin

Svanur Vilbergsson – 75,000 – Gítarhátíð í Danmörku

Miller-Porfiris duo – 200,000 – Þátttaka á tónlistarhátíð og frumflutningur á tónverki á Grand Teton Music Festival í Bandaríkjunum

Ultraflex – 225,000 – Pop-Kultur tónlistarhátíðin í Berlín

Power Paladin – 450,000 – Tónleikaferðalag um Þýskaland

Inspector Spacetime – 375,000 – SXSW London

Herdís Ágústa Linnet – 75,000 – Þátttaka í Listahátíðinni Norpas í Finnlandi

Gaddavír – 375,000 – Wacken Metal Battle í Þýskalandi

Supersport! – 375,000 – Fusion Festival í Þýskalandi

Tinna Þorsteinsdóttir – 100,000 – Flutningur á hljóðverki í Japan

Tónlistarmiðstöð óskar öllum styrkhöfum innilega til hamingju

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar