OPIÐ KALL: Mexico Calling – Stökkpallur fyrir norræna tónlist í Mexíkó

Ertu listamaður frá Færeyjum, Noregi eða Íslandi með augun á Mexíkó? Mexico Calling er einstakt samstarfsverkefni Music Export Norway, Faroe Music Export og Tónlistarmiðstöðvar - með dyggum stuðningi frá Norræna menningarsjóðinum og LiveMX - sem hefur það að markmiði að tryggja listafólki frá þessum löndum sem greiðasta leið inn á einn af líflegustu og örast vaxandi tónlistarmörkuðum heims. Þátttakendum verður boðinn stuðningur við markaðs- og kynningarstarf í kringum útgáfu og þeir munu koma fram á þrennum tónleikum í Mexíkóborg í nóvember. Ferða- og dvalarkostnaður er innifalinn.
Um tónlistarmarkaðinn í Mexíkó:
Mexíkó er 15. stærsti tónlistarmarkaður heims með yfir 85 milljónir virkra streymisveitanotenda og blómlega tónleikasenu – allt frá alþjóðlegum tónlistarhátíðum á borð við Corona Capital og Vive Latino til goðsagnakenndra tónleikastaða í Mexíkóborg, Guadalajara og Monterrey. Markaðurinn er í stöðugri sókn og því býður hann upp á sífellt fleiri tækifæri fyrir alþjóðlegt listafólk til að ná til nýrra áheyrenda.
Mexico Calling býður listamönnum upp á einstakt tækifæri til að stíga sín fyrstu skref á þessum spennandi stað, hefja langtíma kynningar- og markaðsherferð sérsniðna að landinu, studda með tónleikahaldi í einni af mest spennandi borgum heims.
Markmið Mexico Calling
Markmið verkefnisins eru að skapa eftirvæntingu fyrir komandi útgáfur og halda öfluga útgáfutónleika í Mexíkóborg sem styrkja bæði tónlistina og sýnileika þátttakenda. Þátttakendur fá aðgang að reynslumiklu fagfólki, samstarfsaðilum og sérfræðingum í Mexíkó. Tilgangurinn er að tryggja pláss á helstu mexíkóskum festivölum og leggja grunn að frekara tónleikahaldi, frekari útgáfum og festu á mexíkóska markaðnum.
Við leitum að listafólki sem er tilbúið að verja tíma og orku í sérsniðnar kynningar- og markaðsherferðir og er staðráðið í að byggja upp sterk tengsl við Mexíkó.
Ef þetta hljómar eins og þú, þá hvetjum við þig til að sækja um!
Innifalið:
- Ferðalög og gisting
- Verkefnastjórnun
- Kynningar-, markaðs- og samfélagsmiðlaherferðir í Mexíkó
Tímalína:
- 12. ágúst – Opnað fyrir umsóknir
- 25. ágúst (miðnætti) – Umsóknarfrestur rennur út
- Byrjun september – Dómarafundir og tilkynningar
- Miðjan september – Verkefnið hefst fyrir valið listafólk
- 17.–22. nóvember – Þrennir útgáfutónleikar í Mexíkóborg
Þátttökuskilyrði:
- Tónlistarstefna: Alternative, indí, rokk eða alt-pop.
- Útgáfur: Þátttakendur þurfa að stefna á útgáfu nýrrar tónlistar á tímabilinu september–nóvember. Æskilegast er að um sé að ræða plötu eða EP-plötu frekar en stakt lag eða tvö. Ákjósanlegt er að útgáfunni fylgi tónlistarmyndband á sama tímabili, þó það sé ekki skilyrði.
- Teymisuppbygging: Þátttakendur þurfa að vera í samstarfi við að minnsta kosti einn alþjóðlegan fagaðila (útgefanda, umboðsmann, bókara o.s.frv.).
- Reynsla: Farið er fram á að þátttakendur búi yfir fyrri alþjóðlegri tónleikareynslu og teljist „útflutningshæfir“ samkvæmt mælikvörðum viðeigandi útflutningsskrifstofa.
- Samfélagsmiðlar: Þátttakendur skulu vera með virka og faglega reikninga á helstu samfélagsmiðlum og vera tilbúin til að mynda tengsl við aðdáendur á spænsku.
- Langtímaáætlun: Skýr áherlsa á að byggja upp Mexíkó sem lykilmarkað til langtímavaxtar, ekki aðeins fyrir einstakt verkefni.
- Alþjóðleg viðurkenning: Sönnun fyrir vaxandi sýnileika í Evrópu eða á öðrum mörkuðum utan heimalands.
Sækið um hér >>
Umsóknarfrestur er til miðnættis 25. ágúst.
Frekari upplýsingar veitir Leifur Björnsson: leifur@icelandmusic.is