Opið fyrir umsóknir í Keychange - Aukum sýnileika kvenna og annarra kyngerva í tónlistarheiminum
![](https://cdn.prod.website-files.com/65dd03533e46679d4c6a9316/6762cbfaed193ae3eba6ccc3_KC_1x1_applytokeychange_deadline%5B87%5D.jpg)
Keychange verkefnið, sem hefur það að markmiði að knúa fram kynjajafnrétti og efla raddir kvenna- og kynsegin fólks í tónlistarheiminum, hefur opnað fyrir umsóknir í leiðtogaverkefnið sitt. Keychange leiðtogaprógrammið leitar að framsýnum konum og kynsegin einstaklingum sem vilja ganga til liðs við alþjóðlegan hóp frumkvöðla, skapandi einstaklinga og umbótasinna.
Opið er fyrir umsóknir til 13. janúar, 2025 og sótt er um á vefsíðu Keychange.
Um Keychange verkefnið
Leiðtogaverkefni Keychange er sex mánaða langt kennslu- og leiðbeiningar prógram sem er ætlað þeim sem vilja stuðla að fjölbreytileika, jöfnum tækifærum og aðgengi í tónlistarheiminum. Þátttakendur öðlast lykiltól til að leiða umbótaverkefni í sínu nærumhverfi, á landsvísu sem og á alþjóðlegum vettvangi.
Keychange hvetur metnaðarfulla einstaklinga frá öllum sviðum tónlistarheimsins til að taka þátt, listafólk, umboðsaðila, viðburðarhaldara, rannsakendur, útgefendur og annað. Verkefnið er einfaldlega opið öllum sem brenna fyrir málstað Keychange en Keychange leggur jafnframt áherslu á fjölbreytni og hvetur því umsækjendur af öllum uppruna og hvaðan sem er til að sækja um.
Hvernig á að sækja um
Umsóknir fara fram á vefsíðu Keychange. Lokafrestur til að skila inn umsóknum er mánudagurinn 13. janúar 2025, kl. 22:00 á íslenskum tíma. Umsóknir verða metnar út frá reynslu umsækjanda, framtíðarsýn þeirra og mögulegum áhrifum þeirra á tónlistarlandslagið.
Þátttaka Íslands í Keychange
Á meðal fyrri þátttakenda fyrir hönd Íslands eru
Cell 7
Hafdís Huld
GDRN
Steinunn Camilla Sigurðardóttir
Soffía Kristín
María Rut Reynisdóttir
Fever Dream
Josie Anne Gaitens
Bryndís Jónatansdóttir
Kría
Inga Magnea Weisshappel
Valdís Þorkelsdóttir
Milkywhale
MSEA
Jelena Ciric
Björt Sigfinnsdóttir
Melina Rathjen
Cyber
Anna Ásthildur Thorsteinsson
Hildur Maral
Ultraflex
Sunna Margrét
Possimiste
Kim Wagenaar
Lama-sea Dear
Hildur
Anna Jóna Dungal
DJ. Flugvél og Geimskip
Ásamt Tónlistarmiðstöð hafa fimmtán aðrar íslenskar stofnanir og samtök undirritað Keychange-skuldbindinguna en það eru Iceland Airwaves, SFH, FTT, FÍH, Gaukurinn, Harpa, KÍTÓN, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleikhúsið, Tónlistarborgin Reykjavík, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Norrænir músíkdagar, Norræna húsið, Íslenska óperan, STEF og INNI Music . Þar með skuldbinda þessi samtök sig til kynjajafnréttis, m.ö.o. stefna að því að hlutur kvenna og annara kyngerva verði jafn á við hlut karla.