Opið er fyrir umsóknir á Nordic Folk Alliance 2025.

20
.  
November
 
2024

Opið er fyrir umsóknir um að koma fram á Nordic Folk Alliance í Uppsala í Svíþjóð, 3-5 April 2025.

Umsóknarfrestur er til 1. desember og hlekkurinn er hér.

Nordic Folk Alliance er tónlistarhátíð og ráðstefna sem einblínir á hinn gríðarlega fjölbreytta heim þjóðlagatónlistar.

Á síðustliðnum árum hafa fulltrúar frá Íslandi verið Blood Harmony, Svavar Knútur, Umbra, Lón, Árstíðir og Breki og hafa mörg þeirra byggt upp gríðarlegt tenglsanet í kjölfar þátttöku sinnar á þessum viðburði.

Valnefnd frá öllum Norðurlöndum kemur saman í byrjun desember til að fara yfir umsóknir og velja nokkra aðila inn á hátíðina.

Frá Íslandi er valið eitt atriði en öðrum áhugasömum er bent á að gott er að nýta ráðstefnuna og hátíðina í heild sinni sem tengslamyndunarvettvang í geiranum.

Það listafólk sem valið er til að koma fram á hátíðinni fær greitt fyrir flug og hótel en gert er ráð fyrir að tónlistarfólkið sé einnig viðstatt ráðstefnuna og nýti sér hana sem vettvang til að auka tengslanet sitt og fræðast um geirann. Ráðstefnan stendur yfir tvo daga og á henni er fjallað um ýmis athyglisverð málefni sem brenna á tónlistarfólki.

Fulltrúi tónlistarmiðstöðvar á staðnum verður Sigtryggur Baldursson og verður hann innan handar fyrir þá aðila frá Íslandi sem sækja viðburðinn.

Meðfylgjandi er umsóknareyðublað og hvetjum við tónlistarfólk sem vill víkka sitt net að sækja um fyrir 1. desember.

Sækið um hér >>

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar