Ment Ljubljana - Minnum á umsóknarfrest
5
.
August
2025

Tónlistarhátíðin og ráðstefnan MENT Ljubljana fer fram í tólfta sinn dagana 18.–21. febrúar 2026 í Ljubljana, Slóveníu. MENT sameinar tónlistarhátíð og fagráðstefnu og er hátíðin mikilvægur tengslamyndunarvettvangur fyrir listafólk, fagaðila og tónlistarunnendur hvaðanæva að úr Evrópu - og víðar.
Hverjir ættu að sækja um?
MENT býður evrópskum hljómsveitum, sólólistalistafólki og plötusnúðum að sækja um, en áður en sótt er um er gott að hafa í huga viðmið Tónlistarmiðstöðvar um hvenær verkefni teljast „tilbúin til útflutnings”.
📅 Umsóknarfrestur: 14. ágúst 2025
📩 Allir umsækjendur fá svar í tölvupósti í síðasta lagi 20. desember 2025 (athugið ruslpósthólfið).