ESNS 2026 - Minnum á umsóknarfrest

5
.  
August
 
2025

Eurosonic Noorderslag (ESNS) í Groningen, Hollandi fagnar 40 ára afmæli sínu í janúar 2026. Hátíðin er ein sú stærsta í Evrópu og jafnframt ómissandi vettvangur fyrir nýja evrópska tónlist. ESNS býður upp á um 350 tónleika af öllum stærðum og gerðum og dregur að sér yfir 40.000 gesti – þar á meðal um 400 bókara frá alþjóðlegum tónlistarhátíðum. Fjöldi íslensks listafólks hefur komið fram á ESNS og má þar til að mynda nefna Ásgeir, Vök, Sunnu Margréti, Supersport og fleiri.

Hverjir ættu að sækja um?

ESNS tekur eingöngu við umsóknum frá evrópskum listafólki. Listamenn þurfa að hafa vegabréf frá einu af þátttökulöndunum. Gott er að hafa í huga viðmið Tónlistarmiðstöðvar um hvenær verkefni teljast „tilbúin til útflutnings“ áður en sótt er um.

📅 Umsóknarfrestur: 1. september 2025

📩 ESNS tilkynnir öllum umsækjendum niðurstöðu eigi síðar en 10. nóvember 2025.

👉 [Sækja um á ESNS 2026]

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar