Laufey og Bjarki á 30 under 30 lista Forbes
Tónlistarkonan Laufey Lín og frumkvöðullinn Bjarki Lárusson rötuðu á víðfrægan „30 under 30” lista tímaritsins Forbes sem birtur var á dögunum. Listinn samanstendur af 30 aðilum undir 30 ára aldri sem blaðið telur hafa skarað fram úr á sínum sviðum:
Laufey er yngsti handhafi Grammy-verðlaunanna í flokki hefðbundinnar popptónlistar en plata hennar „Bewitched” vann þessi eftirsóttu verðlaun í vor. Síðan platan kom út í fyrrahaust hefur hún sankað að sér yfir 2,5 milljörðum streyma og hefur Laufey endurvakið áhuga yngri kynslóða á jazz og klassískri tónlist. Forbes kallar Laufey „A force that cannot be ignored”.
Bjarki Lárusson er einn af stofnendum fyrirtækisins Too Lost en fyrirtækið býður tónlistarfólki upp á drefinigaþjónustu þar sem listafólk heldur 100% af tekjunum sínum. Too Lost hefur sótt í sig veðrið á undanförnu ári og Forbes segir tekjur fyrirtækisins á árinu vera í kringum 22 milljónir bandaríkjadala.
Við óskum Laufey og Bjarka innilega til hamingju með þessa frábæru viðurkenningu!