Komdu með Tónlistarmiðstöð á Sónar 2025

27
.  
February
 
2025

Tónlistarmiðstöð er að fara á Sónar Festival og Sónar+D í Barcelona í júní og við leitum að tveimur fagaðilum sem vilja slást í hópinn. Þetta er einstakt tækifæri til að tengjast alþjóðlegum tónlistariðnaði, kynna sig á nýjum mörkuðum og fylgjast með nýjustu þróun í raftónlist og skapandi tækni.

Ferðin er skipulögð í samstarfi við Music Finland og Oulu sem er einmitt menningarborg Evrópu árið 2026 og verður hópur fagfólks frá Íslandi, Finnlandi og menningarborginni Oulu samankomin. Sónar hátíðin, sem haldin er 12.–14. júní, er ein stærsta og áhrifamesta raftónlistarhátíð heims og er hún sótt af yfir 125.000 gestum á hverju ári. Samhliða henni fer Sónar+D ráðstefnan fram og beinir hún kastljósinu að framtíð raftónlistar og nýsköpun innan greinarinnar.

Hvað felst í ferðinni?

Valdir þátttakendur fá ráðstefnu- og hátíðarpassa. Fargjaldið er ekki innifalið en þátttakendur eru eindregið hvattir til að sækja um ferðastyrk úr Tónlistarsjóði. Tónlistarmiðstöð mun einnig skipuleggja tengslamyndunarviðburði dagana 11.–13. júní, bæði innan Sónar+D og utan, sem gefa þátttakendum tækifæri til að hitta lykilaðila í bransanum.

Hverjir ættu að sækja um?

Við leitum að íslensku tónlistar- og fagfólki í popp-, rokk- og raftónlist sem hefur alþjóðlega reynslu og áhuga á að hasla sér völl á Spáni

Skráning

Umsóknarfrestur er til 7. Mars og skráning fer fram hér

Allar upplýsingar um hátíðina má finna á vefsíðu hennar.

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar