English

Kira Kira, Mikael Lind og Stereo Hypnosis spila á Extreme Chill tónlistarhátíðinni, 2.-8. september.

29
.  
August
 
2024

Tónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram í Reykjavík dagana 2.-8. september en þetta er 15. árið sem hátíðin er haldin. Í ár kemur mikill fjöldi listamanna fram á hátíðinni, og tónlistin spannar allt frá tilraunakenndri raftónlist til klassikur.

Þar á meðal er Alessandro Cortini, betur þekktur sem bassaleikarinn í Nine Inch Nails, hörpuleikarinn Mary Lattimore ásamt fjöldanum öllum af íslensku tónlistarfólki svo sem Kira Kira, Mikael Lind, Stereo Hypnosis, Paddan, Ægir, Borgar Magnason, Jóhann Eiríksson, Plasmabell, Orange Volante, Álfbeat og Jamesendir.

Sjáið alla sem spila á hátíðinni hér>>

Extreme Chill er sjö daga tónlistarveisla þar sem íslenskir og erlendir listamenn með ólíkan bakgrunn á öllum aldri mætast í sköpun sinni undir áhrifum íslenskrar náttúru. Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafræna Reykjavík.

Extreme Chill hefur verið haldin bæði í Berlín, víða á Íslandi og verið í samstarfi við ýmsar hátíðir bæði hérlendis og erlendis. Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenska og erlenda hljóðlistamenn og tengja saman ólík listform, hljóðheima og lifandi myndheim.

Fyrir miða og nánari upplýsingar, ýtið hér

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar