Iceland Airwaves kveikir í Austin – Sjáið myndirnar! 

19
.  
March
 
2025

Íslensk tónlist skein í vorblíðunni á SXSW þegar Iceland Airwaves tók yfir hinn dásamlega sjúskaða Shangri-La í Austin, Texas með mögnuðum tónleikum þar sem Lúpína, Sunna Margrét og superserious stigu á stokk. viðburðurinn var af þeim toga að þú einfaldlega þurftir að vera á staðnum til að upplifa—en ekki hafa áhyggjur, við höfum BTS myndir til sönnunar:

Ferðin bauð upp á sitt lítið af hverju: eitt tilfelli af sólsting, nokkrar umferðir af karókí, skyldumyndatökur við Daniel Johnston veggmyndina, fleiri tacos en við nennum að telja, og síðast en ekki síst, ógleymanlega tónleika

Skoðið myndirnar og sökkvið ykkur í Texas sólina:

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar