Feel the Beat of IP - Tónlist og hugverk

28
.  
April
 
2025

Í tilefni alþjóðlega hugverkadagsins (World IP day) bjóða Tónlistarmiðstöð, Hugverkastofan og STEF upp á fræðsluviðburð þar sem boðið verður upp á tónlistarflutning á milli þess sem kafað verður ofan í hugverkalandslagið á Íslandi. Fjallað verður um hvernig hugverkaréttindi móta tónlistarheiminn – allt frá skráningu lagasmíða og vörumerkja yfir í nýjustu tækni og gervigreind. 

Viðburðurinn, sem er hluti af Iceland Innovation Week fer fram á Bird, Tryggvagötu, miðvikudaginn 15. maí kl. 16:00–18:00.

Mælendur og dagskrá:

  • Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar – Af hverju ætti tónlistarfólk að hugsa um hugverkaréttindi?

  • María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar – Virði íslenskrar tónlistar.

  • Ólafur Bjarki Bogason, framkvæmdastjóri Genki Instruments – Reynslusögur úr einkaleyfaferlinu.

  • Sóley Stefánsdóttir, tónskáld og tónlistarkona, flytur frumsamið efni á nýja Katla hljóðgervilinn frá Genki Instruments.

  • Sindri Ástmarsson, verkefnastjóri Iceland Airwaves og sviðsstjóri viðburða hjá Sena – Að byggja upp vörumerki íslenskrar tónlistarhátíðar.

  • Soffía Kristín, umboðsmaður og meðeigandi Iceland Sync Creative – BRÍET sem vörumerki; hvernig listamaður verður að sterku vörumerki.

  • Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs – Erum við að ausa lekan bát með teskeið? Baráttan við ólöglega notkun tónlistar hjá gervigreindarfyrirtækjum.

Fundarstjóri verður Eiríkur Sigurðsson, samskiptastjóri Hugverkastofunnar og DJ Silja Glömmi sér um tónlistina. Happy Hour verður á barnum.

Viðburðurinn fer fram á ensku og skráning fer fram á vefsíðu Iceland Innovation Week.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar