Feel the Beat of IP - Myndir

19
.  
May
 
2025

Í tilefni Nýsköpunarviku og alþjóðlega hugverkadagsins (World IP day) héldu Tónlistarmiðstöð, Hugverkastofan og STEF hugverkaveislu á Bird fimmtudaginn 15. maí síðastliðinn.

María Rut, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar, flutti erindi um virði íslenskrar tónlistar, Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar útskýrði mikilvægi hugverkaréttinda fyrir tónlistarfólk og Guðrún Björk, framkvæmdastjóri STEFs sagði frá baráttunni við ólöglega tónlistarnotkun gervigreindarfyrirtækja.

Að því loknu tók við innsýn í nýsköpun og atvinnulíf: Ólafur Bjarki Bogason og Kári Einarsson frá íslenska hljóðgervlaframleiðendanum Genki Instruments sýndu nýjtt hljóðfæri og sögðu skemmtilegar einkaleyfareynslusögur. Sindri Ástmarsson frá Senu leyfði okkur að skyggjast á bakvið tjöldin hjá Iceland Airwaves og Soffía Kristín Jónsdóttir umboðsmaður og meðeigandi Iceland Sync spjallaði um markaðssetningu Bríetar.

Salóme Katrín spilaði nokkur lög fyrir viðstadda og DJ Silja Glömmi þeytti að lokum skífum.

Sjáið myndirnar:

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar