Atli Örvarsson hlaut BAFTA verðlaunin
Kvikmyndatónskáldið og píanistinn Atli Örvarsson hlaut í gær bresku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin BAFTA fyrir tónlist sem hann samdi fyrir þáttaröðina Silo. Þetta eru fyrstu BAFTA verðlaun Atla.
Í ræðunni sinni kallaði Atli Silo draumaverkefni og þakkaði kærlega fyrir sig.
Hægt er að horfa á ræðuna hér að neðan.
Þrjú önnur voru tilfnefnd í sama flokki og Atli, það voru Natalie Holt fyrir tónlist í þáttaröðinni Loki, Blair Mowat fyrir tónlist í þáttaröðinni Nolly og Adiescar Chase fyrir tónlist í þáttaröðinni Heartstopper.
Fleiri Íslendingar hafa hlotið BAFTA verðlaunin fyrir framúrskarandi tónlist, þar á meðal er Hildur Guðnadóttir fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker og Ólafur Arnalds fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch.